Posts Tagged ‘Woodland’

Árið hálfnað (hér um bil)

Árið 2013 er nokkurn veginn hálfnað og þegar er ljóst að þetta verður afbragðsgott ár en einnig erfitt. Við höfum í raun, síðan við komum úr sumarfríinu langa á síðasta ári, verið að vinna í okkar húsnæðismálum. Þar sem einhvern veginn allt tekur lengri tíma hér ytra þá höfum við búið nánast í ferðatösku síðan í febrúar og í þokkabót verið bíllaus síðan í desember. En það er farið að hylla undir lokin á þessu langa tímabili og fest hafa verið kaup á nýju einbýlishúsi sem er spölkorn frá okkar helsta vinnustað. Húsið er enn í frágangi en við vonumst til að fá afhent í ágúst.

Einnig höfum við fundið skóla fyrir strákana sem er þar skammt hjá og munu allir þrír fara þangað í ágúst þegar næsta skólaár byrjar, Ari í grunnskóla, Emil í leikskóla og Ían á dagheimili.

Í raun og veru verða þetta algjör kaflaskipti í okkar lífi og við hlökkum mikið til að flytja í nýja húsið. Nú er bara að þrauka í einhverjar vikur í viðbót og sjá til hvernig þetta endar allt saman.

Þangað til næst, ekkert stress og bless.

Tags: ,