Posts Tagged ‘tölvuvesen’

Tölvan í endurhæfingu/Nýtt nafn?

Eitthvað verður minna um blogg og netráp hjá mér þessa dagana þar sem að tölvan var sett í endurhæfingu. Nú á að formata harða diskinn vegna mikils seinagangs undanfarið. Hef ekki formatað diskinn síðan að ég fékk tölvuna sumarið 2005 þannig að ég má vel við una.

Annars eru helstu tíðindi þau að yngri drengurinn hefur fengið nýtt nafn í þriðja skiptið. Allt er þá þrennt er. Tilkynni nafnið þegar búið er að skrá drenginn formlega því hér í Mexíkó er ekki leyft að skipta um nafn, aldrei. Sama hvaða ónefni foreldrarnir hafa valið þér þá situr þú uppi með það sem eftir er. Því er eins gott að vanda valið.

Tags: ,