Posts Tagged ‘skrifræði’

Orkulaus nýbúi

Fátt í þessum heimi er jafn lýjandi og að standa í biðröð hjá hinu opinbera í Mexíkó. Mig langar helst að fara í bælið og sofa til morguns.

Þrír og hálfur tími í dag í hinum ýmsu biðröðum, hef þó líklega náð að afreka það að vera orðinn innflytjandi eftir allt þetta. Nýbúi í Mexíkó, hver hefði grunað það fyrir nokkrum árum?

Hefur kostað óteljandi ferðir á hinar ýmsu stofnanir og ýmislegt annað vesen. Er kominn með bullandi Stokkhólms-einkenni eftir þetta, mér finnst kerfið hérna og skrifræðið frábært núna. Best í heimi, Íslendingar eiga margt ólært varðandi hvernig er hægt að lengja umsóknarferli og slíkt nánast út í hið óendanlega. Meira að segja sænska skrifræðið er smávægilegt og notendavænt í samanburði við það hér í Vesturheimi.

Tags: ,