Posts Tagged ‘landráð’

Ísbjörg

Nú er mikið skrifað um Icesave samningana heima sem væri nú betri íslenska að nefna Ísbjörg. Ég hef hreinlega ekki tíma til að fara yfir öll þessi skrif en hallast helst að því þessa dagana að íslensk stjórnvöld hafi rétt fyrir sér. Hef þó lítið vit á svona fjármálagjörningum eins og fyrri daginn.

Sé það líka að helstu andstæðingar þessa samninga snúa umræðunni oft upp í persónuárásir á fjármálaráðherra og ríkisstjórnina. Tala um landráðamenn og ég veit ekki hvað. Yfirleitt er það ágætur mælikvarði á ómerkinga, þegar landráðastimpillinn er notaður er yfirleitt ekkert að marka þá sem honum beita.

Tags: , ,