Posts Tagged ‘Kanada’

Á leið til Kanada

Nú höfum við Anel hafið mikið umsóknarferli sem miðar að því að flytja fjölskylduna til Kanada á næsta ári. Ferlið tekur um víst um ár þannig að við förum líklega þangað seint a næsta ári. Stefnum að því að búa í Toronto.

Eftir þriggja ára búsetu í Kanada fær maður víst ríkisborgararétt og heldur honum alltaf, sama hvar búið er eftir það. Með honum fylgja víst ýmis fríðindi eins og frí menntun og heilsugæsla.

Ef einhver hefur áhuga á því að flýja kreppuna og fara til Kanada þá getið þið haft samband. Við gerum þetta í samstarfi við lögfræðistofu sem sér um umsóknir frá A til Ö og þá vantar alltaf kúnna. Rétt að taka fram að barnafólk er sérstaklega velkomið til Kanada, skortir víst grislinga þar í landi.

Nú get ég líklega titlað mig vesturfara agent, var ekki löngu tímabært að endurvekja þá starfsgrein?

Tags: ,