Posts Tagged ‘íhaldið’

Svekktur

Nei, ekki yfir kosningunum heima heldur átti ég von á kommentaflóði vegna síðustu færslu minnar. Sjálfum finnst mér staða mín mjög merkileg og jú óheppileg ef út í það er farið. Jæja, Matti nennti þó að setja eina vísun á mig.

Staðan versnar stöðugt. Nú segja yfirvöld hér að 81 hafi látist en sumir segja er að talan sé mun hærri. Kemur í ljós á næstu dögum hvort það tekst að hefta útbreiðslu veirunnar. Allir staðir sem líklegir eru til að draga að fjölmenni s.s. kvikmyndahús, leikhús, íþróttaleikvangar o.s.frv. eru lokaðir. Mjög margir bera andlitsgrímur.

Við erum enn róleg yfir þessu, lítið hægt að gera annað. Allt fer þetta einhvernveginn.

-—-

Er ég annars einn um það að finnast íhaldið hafa unnið stórsigur í kosningunum? Þegar þetta er skrifað hafa um 90% atkvæða verið talin og þeir bláu eru með 23,6% fylgi og 15 þingmenn. Næststærsti flokkurinn. Miðað við allt sem á undan gekk þá mættu þeir teljast góðir að fá 10%. Trygglyndi íslenskra kjósenda er með eindæmum.

Ef vinstristjórninni tekst nú vel upp á næstu fjórum árum þá verða þessi úrslit ekki vera neitt innskot í eilífðina. Frekar má reikna með að þá muni enn frekar fjara undan Sjálfstæðisflokknum, þegar sýnt hefur verið fram á að Ísland geti spjarað sig án hans.

Þetta gæti verið upphafið af valdaferli krata og vinstri manna. Kratar héldu t.d. völdum í Svíþjóð samfleytt frá árinu 1932 til ársins 1976, reyndar ef undanskildir eru þrír mánuðir 1936. Skora á félagshyggjumenn heima að slá þessu við. Þurfa einungis að halda völdum samfleytt allt til 2053. Lítið mál.

Tags: , ,

Líflaus XD síða

Mig minnir endilega að fyrir síðstu kosningar hafi allt annar bragur verið á XD.is. Þar mátti t.d. leggja fram fyrirspurnir til frambjóðenda og sjá mátti myndbönd með svörunum. Núna er þetta allt hálf dauflegt eins og staða flokksins sjálfs.

Ég vildi endilega spyrja FLokkinn hvort þeir ætluðu að beita sér fyrir endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, fjölga bankastjórunum aftur í þrjá og gera Davíð O. það kleift að sækja um aftur. Væri fróðlegt að fá svör við því.

Skemmtilegt að sjá í haus XD-síðunnar eftirfarandi slagorð: „Hefjum þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina„. Halló, við erum á árinu 2009, ekki 1969. Þessi kafli orkufreks iðnaðar er sem betur fer liðinn á Íslandi og á ekki afturkvæmt.

Annars líst mér vel á komandi kosningar, held að ég fái mér nachos í tilefni dagsins þegar kosið verður.

Tags: , ,

Móðu-Haardindum lokið?

Ekki bregst það þegar ég bregð mér frá og sé ekki Netið í smátíma þá verður allt vitlaust á klakanum. Stjórnin fallin!

Ég hef verið á móti Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn síðan að ég var fimmtán ára. Hef því eytt fjórtán árum í stjórnarandstöðu, held að það sé löngu tímabært að skipta um hlutverk við sjallana.

Þessi vika hefur verið sú besta á minni ævi hvað varðar pólitíkina. Fyrst fór Bush á þriðjudaginn og nú er Þingvallastjórnin farin frá völdum. Hvað er hægt að biðja um meira?

Tags: ,

Nú er Vilhjálmur Egilsson að íhuga sérframboð í Norðvesturkjördæmi. Hann getur víst boðið fram svokallaðan DD lista þannig að atkvæði sem sá listi fengi myndi nýtast Sjálfstæðisflokknum á landsvísu og væri því ekki um klofningsframboð að ræða. Ég styð Vilhjálm í þessu. Allur klofningur innan hægri manna á eftir að vera vatn á myllu vinstri aflana. (hehehehe)

Heimildir visir.is

Tags: ,