Posts Tagged ‘hvalveiðar’

Ímynd hvalveiða í útlandinu

Stundum held ég að Íslendingar skilji ekki alveg hvað hvalveiðar eru mikið alvörumál hér í útlandinu. Hér er litið á hvalveiðar sem helbera villimennsku og ég geri ráð fyrir því að þannig sé það í flestum löndum. Sá mjög gott dæmi um daginn þegar að Ari var að horfa á sjónvarpið og eftirfarandi myndband sem sjá má hér að neðan kom á skjáinn. Þetta var á stöðinni Discovery Kids í vinsælum þætti um dýralíf sem þessi unga stúlka Bindi Irwin sér um. Athugið að þetta er normið hér úti. Ímyndið ykkur svo hvernig það fer í almenning þegar fréttist að Íslendingar séu byrjaðir aftur að veiða hvali.

Var þetta kannski meðvituð tilraun til að sverta enn frekar mannorð Íslendinga í útlandinu?

Sjálfum finnst mér lítið um hvalveiðar í sjálfu sér en vandamálið er hvernig þær hafa áhrif á orðspor Íslands. Það er eiginlega orðið tómt mál að tala um Ísland sem eitthvað vistvænt land þar sem að risavirkjanir, stóriðja og hvalveiðar eru það helsta sem frétta má þaðan. Fyrir utan náttúrulega fjármálasukkið.

Tags: