Posts Tagged ‘Grikkland’

Grikkir

Ég er kannski illa innrættur en ég varpa öndinni léttar eftir að í ljós kom að það fannst í Evrópu þjóð sem slær Íslendinga út í fjármálaóreiðu og öllu því apaspili. Var reyndar að heyra það að eitt slagorðið sem hrópað er í Aþenu þessa dagana er „Ekki Ísland!“. Segir sitt um stöðu Íslands í dag en ég held að það sé einum of seint fyrir Grikkina að stunda þessar upphrópanir. Þeir eru það djúpt sokknir. Evruþjóð að leita á náðir AGS, þvílík niðurlæging.

Annars er ég orðinn hundleiður á þessari kreppu, fer ekki góðærið að koma rétt bráðum?

Tags: ,