Posts Tagged ‘Geir Haarde’

Bjartsýnin eykst

Veit það ekki, ég er að verða bjartsýnni á að Hrunið verði gert upp heima á klakanum fyrir fullt og allt. Alltaf er einhver óhroði að fljóta upp á yfirborðið og nýjar upplýsingar um framferði útrásarvíkinga og pólitískra klappstýra þeirra frá gróðæristímanum koma nánast daglega.

Fólk er svo óþolinmótt, vill að allt verði gert upp einn, tveir og þrír. Rétt eins og það sé eitthvað einfalt mál að rekja upp alla þræðina í íslenska efnahagsviðundrinu. Það þarf að gera þetta af yfirvegun og án þess að hefja nornaveiðar. Mér sýnist að þetta stefni í rétta átt núna eftir allt aðgerðaleysið og ringulreiðina sem ríkti meðan ríkisstjórn Geirs Haarde fór með völd.

Held líka einnig að allir þessir tugmilljarðar sem að sögn var stungið undan af útrásardrengjunum eigi eftir að koma í leitirnar einn góðan veðurdag. Hlýtur það ekki að vera, ekki eyddu þeir öllum þessum peningum í kampavín og Elton John? Þá verður það fjármagn þjóðnýtt og sett upp í skuldirnar, þá verður þetta allt í góðum gír á nýjan leik.

Mér er ekki viðbjargandi, ég geri mér grein fyrir því.

Tags: ,