Posts Tagged ‘Facebook’

Mars

Thetta verdur kannski eina bloggid í mars. Tölvumál enn í ólestri, thrjár tölvur á heimilinu, engin í lagi. Cablevision einnig med staela, ekkert internet á mínu heimili. Mig grunar reyndar ad módemid sé í lamasessi.

Tapadi vinnunni fyrir um tveimur vikum ásamt um 300 félögum mínum, kenni hnattveadingunni um. Er reyndar nokkud sama thar sem um var ad raeda skrifstofuvinnu sem átti ekki ad vera til frambúdar. Er samt svekkjandi ad missa hana, thad var ég sem aetladi ad segja upp, ekki öfugt. Einnig eyddi ég megninu af sídasta ári í ad fá útgefid atvinnuleyfi fyrir starfid, vona ad endurnýjun verdi fljótlegri.

Thykir leitt ad geta ekki bloggad oftar, hef lítid sem ekkert fylgst med fréttum sídustu tvo mánudi. Einnig hef ég ekki séd Facebook, tölvupóst né neitt af viti sídan í byrjun febrúar. Hef sjaldan eda aldrei verid jafn sambandslaus. Vona ad thad standi til bóta fljótlega.

Tags: ,

Bjartsýn Facebook

Fannst það nokkuð skondið í dag þegar Facebook spurði mig hvort að ég þekkti ákveðna persónu. Ástæðan var sú að þetta var nemandi í UNAM háskólanum, eins og ég var eitt sinn. Í þessum skóla eru um 300 þúsund nemendur þannig að þetta var kannski full bjartsýnt hjá frú Facebook.

Tags: ,

Tækifærisblogg

Mér hálfleiðast pólítíkusar sem byrja að blogga af miklum móð kortéri fyrir kosningar og hætta því síðan að þeim liðnum. Gott dæmi er þessi hérna.

Finnst þetta vera nánast óheiðarlegt en kemur kannski ekki á óvart þegar að stjórnmálamenn eiga í hlut.

Annars virðist kosningabaráttan í ár fara fram á Facebook. Sé að félagar mínir þar þyrpast í hina ýmsu hópa og stuðningsmannalista þar.

Tags: , ,