Posts Tagged ‘blogg’

Lengi er von á einum

Ég er ekkert hættur bloggi ef aðdáendur mínir voru farnir að óttast það. Tölvan mín var send í yfirhalningu og á sama tíma dó endanlega rafhlaðan í Makka konunnar þannig að við vorum sambandslaus um hríð.

Makkinn er kominn í gagnið en hann er yfirleitt ekki hér heima við þannig að ég sit nú á netkaffihúsi og pìkka þetta inn. Bloggið má ekki sálast þótt að tölvurnar bregðist.

Annars er ekki mikið um að vera í Mexíkó. Vinn eins og skepna daginn út og inn og allar helgar. Líklega er það eins og það á að vera.

Hef aftur blogg þegar sambandið verður orðið skikkanlegra. Nenni ekki að blogga án íslensks lyklaborðs.

Tags: ,

Tækifærisblogg

Mér hálfleiðast pólítíkusar sem byrja að blogga af miklum móð kortéri fyrir kosningar og hætta því síðan að þeim liðnum. Gott dæmi er þessi hérna.

Finnst þetta vera nánast óheiðarlegt en kemur kannski ekki á óvart þegar að stjórnmálamenn eiga í hlut.

Annars virðist kosningabaráttan í ár fara fram á Facebook. Sé að félagar mínir þar þyrpast í hina ýmsu hópa og stuðningsmannalista þar.

Tags: , ,

Jamm það er ekki uppá Internetið logið. Hérna í október þá sagði ég eitthvað ljótt um þann sem var búinn að taka lalli.blogspot.com. Fór af einhverri rælni inn á þá síðu áðan og þá sá ég að mér hafði verið svarað (!). Ég vona að enginn hafi móðgast en allavega þá var mér boðið að hafa samband ef ég vil semja e-ð um þetta netfang. Ég hef semsagt lært það í dag að tala aldrei illa um ókunnuga á Netinu :p

Tags:

Að lesa annarra manna blogg er orðið hluti af mínu daglega lífi og mér liggur við að segja ómissandi hluti. Ég er ennþá þó ekki það langt leiddur að ég sé farinn að lesa blogg hjá ókunnugu fólki heldur bara hjá fólkinu sem ég þekki en það eru 5 síður sem ég skoða nánast daglega. Það er dáldið skrýtið hvernig maður verður háður þessu og það tekur alltaf nokkurn tíma frá manni daglega að lesa þessa vitleysu. Mig langar til þess að benda fólki á sniðuga grein á stúdent.is sem er heimasíða Stúdentaráðs Háskóla Íslands en þar má lesa grein um bloggara þar sem er leitast við að útskýra þetta fyrirbæri blogg og er linkur hér.

Tags: