Posts Tagged ‘Axel Sær’

Tölvan í endurhæfingu/Nýtt nafn?

Eitthvað verður minna um blogg og netráp hjá mér þessa dagana þar sem að tölvan var sett í endurhæfingu. Nú á að formata harða diskinn vegna mikils seinagangs undanfarið. Hef ekki formatað diskinn síðan að ég fékk tölvuna sumarið 2005 þannig að ég má vel við una.

Annars eru helstu tíðindi þau að yngri drengurinn hefur fengið nýtt nafn í þriðja skiptið. Allt er þá þrennt er. Tilkynni nafnið þegar búið er að skrá drenginn formlega því hér í Mexíkó er ekki leyft að skipta um nafn, aldrei. Sama hvaða ónefni foreldrarnir hafa valið þér þá situr þú uppi með það sem eftir er. Því er eins gott að vanda valið.

Tags: ,

Tvítyngt barn

Að ala upp tvítyngt barn er nokkuð sérstök lífsreynsla. Líklega hef ég staðið mig með sóma í að tala við Ara Snæ þar sem hann virðist skilja allt sem ég segi á íslensku. Hann er farinn að tala meira með hverjum deginum og hann segir flest á spænsku en þó leynast innan um íslensk orð eins og „meira“, „núna“, „já“ o.s.frv.

Ég held að það verði tvímælalaust mikill kostur fyrir hann og Axel í framtíðinni að hafa tvö móðurmál, sama hvar við búum. Við hjónin ræðumst enn mikið við á ensku og svo virðist sem hann skilji einnig eitthvað úr því máli því stundum bregst hann við því sem við erum að tala um. Þrátt fyrir að hafa gætt okkur á því að ræða einungis við hann á okkar máli.

Kannski er því hægt að tala um þrítyngt barn!

Á sambýlinu sem ég bjó á í Skövde var þar stúlka að nafni Aline. Hún átti finnska mömmu og úrúgvæskan pabba, alin upp í Svíþjóð og talaði að sjálfsögðu reiprennandi ensku eins og Norðurlandabúum er títt. Hún var því fullfær í finnsku, spænsku, sænsku og ensku. Mér fannst það aðdáunarvert því fátt er líkt með þessum tungumálum nema helst þeim tveimur síðastnefndu.

Mínir synir verða e.t.v. eitthvað á þessa leið þegar þeir komast til manns. Þá verð ég nú stoltur.

Tags: , , ,