Posts Tagged ‘Árni Johnsen’

Ákall til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Nú ætla ég ekki að ræða um þá ákvörðun ykkar né annara um að kjósa íhaldið eftir undangegna atburði. Slíkt er efni í aðra umræðu. En hins vegar ef þið munið setja X við D á kjördag gerið þá sjálfum ykkur og öðrum greiða. Strikið út nafn Árna Johnsen.

Alþingi þar sem slíkur maður á sæti hefur nákvæmlega engan trúverðugleika í mínum huga og ég veit að margir eru sammála mér í þvi. Þessi maður sem brást algjörlega öllu trausti sem þingmaður, rændi fjármunum frá þjóðinni og hefur aldrei nokkurn tímann sýnt nokkur merki þess að hann sjái eftir því sem hann gerði, á ekkert erindi í stjórnmál.

Til að endurreisa traust Íslendinga á Alþingi og lýðræðinu þá verður þessi maður að víkja á laugardaginn. Síðustu kannanir sýna að íhaldið fái þrjá menn kjörna í þessu kjördæmi þannig að hæpið er að það náist að setja Árna niður um tvo sæti og út af þingi. En það tókst að lækka hann síðast um eitt og ég held að margir hafi ekki verið meðvitaðir um þennan útstrikunar möguleika og áhrif hans. Ég var það ekki allavega ekki sjálfur.

Reyndar held ég að útstrikanir verði mikið notaðar í þessum kosningum eftir að máttur þeirra kom í ljós fyrir tveimur árum. Annars lítur þetta allt ljómandi vel út í könnunum, verður góð ástæða til að fagna á laugardaginn.

Tags: ,