Posts Tagged ‘2012’

2012

Árið 2012 er að kveðja. Þetta var afbragðs gott ár og ég vona að nýja árið verði einnig farsælt. Hjá mér stendur upp úr að ég komst til Íslands ásamt fjölskyldunni eftir fjögurra ára fjarveru og var frá byrjun júní fram í september. Ég lenti í smá óhappi með myndirnar sem við tókum í fríinu og því miður hefur líklega hluti þeirra glatast vegna klaufaskapar. Þess vegna hafa ekki margar myndir birst á Facebook undanfarið.

Mér þykir alltaf leiðinlegt hvað þessari síðu hefur verið lítið sinnt undanfarin ár. Í rauninni er það ágætt að hafa bloggið sem yfirlit yfir það sem maður hefur verið að bauka því eftir því sem árin líða fer minnið að bregðast manni varðandi hitt og þetta. Vona að bloggið verði meira 2013 en engu er hægt að lofa.

Hafið það gott á nýju ári. Kveðjur frá Mexíkóborg.

Tags: ,