Archive for the ‘Veðrið’ Category

Sólskemmdir

Ég er allur að fuðra upp í þessu góðviðri sem hefur herjað á okkur undanfarna daga. Eyrun á mér eru smátt og smátt að molna af hausnum af mér vegna þess að þau eru orðin brunnin í gegn. Það væri allt í lagi mín vegna ef drægi aðeins úr sólskini. Þó býst ég við að það sé skárra að brenna úti í sólinni heldur en að hanga inni alla daga og þjást yfir því að geta ekki verið úti í blíðunni.

Hvað er með veðrið þessa dagana? Það er eins og veturinn sé búinn að flytja sig yfir til Evrópu, fólk er að frjósa í hel bókstaflega allsstaðar í N-Evrópu. Á meðan er bara fínasta veður alla daga hér á landi og túnin heima í sveitinni eru græn að mestu ennþá! Ætli þetta sé framtíðin? Það verði svona sérstakir dagar þegar snjóar…. ég hef einu sinni séð snjó í vetur og hann entist varla daginn minnir mig. Hvernig verða svo sumrin? Eða er þetta bara einstakt tilfelli þessi vetur? Spurning……