Archive for the ‘Ummæli’ Category

Handþvottur

After coming into contact with a religious man I always feel I must wash my hands. Friedrich Nietzsche

Tags:

Stjórnun framtíðar

He who controls the past controls the future. He who controls the present controls the past.” ― George Orwell, 1984

Tags: ,

Sjálfskipaðir sérfræðingar

Frábær grein í Morgunblaðinu í dag um vísindi eftir Eirík Sigurðsson líffræðing. Eftirfarandi ummæli hitta vel í mark, þetta er einungis hluti af greininni.

Sjálfskipaðir sérfræðingar um erfðabreytt bygg

Annað dæmi um hversu afvega umræða um vísindaleg málefni á það til að fara, er umræða um ræktun á erfðabreyttu byggi hér á landi í vor. Þar var enginn skortur á sjálfskipuðum sérfræðingum sem vöruðu almenning við þeirri stórkostlegu hættu sem fælist í því að »sleppa erfðabreyttum lífverum í íslenskri náttúru«. Í fjölmiðlum var það áberandi að vísindaleg og tilfinningaleg sjónarmið voru lögð að jöfnu. Sjálfskipuðum sérfræðingum var gefið sama vægi og raunverulegum vísindamönnum á þessu sviði. Þannig tókst um tíma að sá fræjum efasemda meðal almennings, þó engin raunveruleg hætta sé fólgin í því að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi, hvorki fyrir umhverfið né menn. Þessi umræða hefur nú leitt til þess að óprúttnir einstaklingar hafa eyðilagt mikilvæga tilraunaræktun nýsköpunarfyrirtækisins ORF Líftækni í Gunnarsholti. Það er mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt vísindasamfélag að umræðan hér sé orðin svo afvegaleidd að hópur fólks, sem neitar að taka vísindaleg rök gild, skuli vera tilbúinn að styðja aðgerðir að fyrirmynd erlendra öfgahópa.

Tags: ,

Óttinn er það versta

So, first of all, let me assert my firm belief that the only thing we have to fear is fear itself — nameless, unreasoning, unjustified terror which paralyzes needed efforts to convert retreat into advance. # Franklin D. Roosevelt

Á tímum niðursveiflu og samdráttar kemur yfir marga óöryggi og menn fyllast svartsýni á framtíðina. Ég óttast engan veginn þessa efnahagslægð því ég tel að sagan sanni að allar kreppur endi einhvern daginn. Hins vegar óttast ég hvernig sumt fólk notfærir sér ótta annarra í eiginhagsmunaskyni.

Hér á ég sérstaklega við hina ýmsu trúarsöfnuði sem notfæra sér ástandið og versandi kjör alþýðunnar. Strax er látið í það skína að nú séu hörmungar allra hörmunga að renna upp, dómsdagur gæti verið handan við hornið. Iðrist synda yðar og gefið oss peninga yðar. Það er nú eða aldrei!

Ríkiskirkja Íslands tekur einnig þátt í þessu því hún veit sem er að fátt selur eins vel og óttinn. Búið er að koma upp sérstakri „Krepputíð“ valmöguleika á trú.is svo að fagnaðarerindið fari nú ekki framhjá neinum. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að nú sé gósentíð kirkjunnar því erfitt er að selja forneskjulegan boðskap himnafeðganna í landi góðæris og allsnægta. Kreppan gefur því sölumönnum hindurvitnanna ný kærkomin tækifæri til þess að sækja fram.

Fjölskylda konunnar er því miður nokkuð innvinkluð í Votta Jehóva og þar eru nú ekki spöruð stóru orðin, frekar en fyrri daginn. Margir þar boða nú að þetta séu endalokin sjálf og brátt fer Jesú kallinn að skella sér í eitt stykki Harmageddon, svona þegar búið er að hræra nógu mikið upp í hlutunum. Já, þetta á allt eftir að versna, segja þeir. Nánast fullir tilhlökkunar sýnist manni. Ógæfufólk sem lendir í þessum félagsskap. Ef ekki fyrir inngöngu þá eftir hana.

Já ég óttast ekki fall á hlutabréfum eða lækkandi gengi en ástæða er til að varast afleiðingarnar. Óttaslegið fólk getur gert ótrúlegustu hluti. Fyrir nokkrum árum tókst manni nokkrum að sannfæra hóp fólks um að fremja með sér fjöldasjálfsmorð. Ástæðan var sú að halastjarna nokkur sem á þeim tíma var nálægt jörðu átti að hafa á bak við sig geimfar og þeir sem frömdu sjálfsmorð áttu þannig að komast um borð.

Ef að halastjarna getur haft þessi áhrif á fólk þá er augljóst að jarðbundnari hlutir eins og að missa húsnæðið og/eða atvinnuna getur haft jafnvel enn meiri áhrif á fólk. Við verðum öll að vera á varðbergi gagnvart þeim sem notfæra sér þessar aðstæður. Óttinn hefur lamandi áhrif á dómgreind fólks og það verður móttækilegra fyrir alls kyns vitleysu. Það er engin tilviljun að uppgangur fasismans var á kreppuárunum. Óttinn er það versta í núverandi ástandi.

Tags: , , , , ,

Verra á ensku

Einhvern veginn er verra að lesa um ástandið á Íslandi á ensku, veit ekki hvað veldur. Þessi grein Þorvaldar Gylfa er góð úttekt á stöðunni heima í hagkerfinu, sett í sögulegt samhengi.

Moreover, the banks were sold not to foreign banks like in Eastern Europe – Estonia, for example – but to individuals closely linked to the political parties in power. One beneficiary of the banks’ privatisation – a politician whose private-sector experience consisted of running two small knitwear factories in the 1970s, a few months each – became an instant billionaire. Another flew in Elton John for a birthday celebration. I could go on, but you get my drift: Iceland became Russia. A former prime minister 1991-2004, demoted after an election loss to foreign minister 2004-5, unilaterally announced his retirement from politics as well as his appointment, with immediate effect, as governor of the Central Bank in 2005; his salary was quickly lifted above that of the President of the Republic. The banks and the borrowing public got the message: The sky is the limit.

Tilvitnun dagsins

Stefán Snævarr um HR.

„Það er alla vegi ekki einleikið að einkavinur Davíðs, Jón Steinar Gunnlaugsson, var hausaveiddur þangað og dubbaður upp í prófessorstöðu. Samt hefur hann hvorki tekið doktorspróf né stundað fræðistörf af neinu viti. Eina bókin sem ég hef lesið eftir hann, Deilt á dómarana, var nauðaómerkilegt áróðursrit, skrifað í davíðsklíkufrekjustílnum. Í ofan á lag fer kennsla í lágskólanum að mestu fram á ensku sem hlýtur að gleðja Sjálfsstæðismenn ákaft en þeir dýrka enskumælandi lönd með frumstæðum ákafa, sama ákafa og kommúnistar dýrkuðu Sovét og Kína.“

Fórnarlömb óbeinna reykinga

Það er athyglisvert blogg hjá Ómari Ragnarssyni hér um vini hans sem hafa líklegast dáið vegna óbeinna reykinga. Hann nefnir m.a. Hauk Morthens, Ingimar Eydal og Ellý Vilhjálms.

Einkum var það morgunljóst að yfirgnæfandi líkur voru til þess að hálskrabbamein Hauks stafaði af óbeinum reykingum. Bæði hann og Ingimar Eydal, þessi öðlingar, sögðu það við mig að þeir væru afar ósáttur við þau örlög sín að aðdáendur þeirra dræpu þá óbeint.

Sorgleg lesning. Gott til þess að vita að Íslendingar hafa loksins haft rænu á því að banna reykingar á börum og veitingastöðum. Stórt framfaraspor í alla staði.

Ósnotrir menn sem rausa yfir því að verið sé að brjóta á frelsi manna með því að banna reykingar held ég að gangi ekki alveg heilir til skógar.

Tímarnir breytast

“Ég er andsnúinn málflutningi þínum en ég er tilbúinn að leggja líf mitt að veði til að verja tjáningarrétt þinn”. Eitthvað þessu líkt á heimspekingurinn Voltaire að hafa sagt.

Augljóslega var sá ágæti maður ekki uppi á tímum Moggabloggsins.

Ummæli dagsins

Reyndar nokkurra daga gömul. Stefán Einar um nýkjörinn formann Heimdallar.

Það er líka rétt að halda því til haga að sumu fólki virðist fyrirmunað að geta tekið sigri sínum á mannsæmandi hátt, ég skammaðist mín fyrir að vera heimdellingur þegar nýkjörinn formaður missti stjórn á sér svo að aldrei mun gleymast þeim sem horfðu á, nánast eins og um sirkusatriði einhverskonar primata væri að ræða.

Orð dagsins

Ég kveð borgarstjórn Reykjavíkur sáttur við niðurstöðuna í kosningunum í dag. Markmið mitt með framboði til borgarstjórnar árið 2002 var að fella meirihluta R-listans – hann er splundraður og úr sögunni og Samfylkingunni hefur mistekist að ná 30% markinu í Reykjavík til staðfestingar á því, að flokkurinn sé kominn í meistaradeildina.

Það þarf ekki einu sinni að hlekkja í þennan afburðamann sem splundrar flokkum hægri vinstri.