Archive for the ‘Tæland’ Category

Vegabréfsáritanir

Plataði Jón Óskar áðan til að keyra mig til Garðabæjar. Þurfti að hitta ræðismann Tælands og fá vegabréfsáritun hjá honum. Konsúllinn heitir Kjartan Borg, afar virðulegt nafn og maðurinn sjálfur var líka mjög virðulegur. Konsúlatið eða ræðismannsskrifstofan var í stóru íbúðarhúsi í Garðabænum. Grátt að lit og að utan var skjaldarmerki Tælands með undirskriftinni The Thailand Consulat Office eða eitthvað álíka. Hringdi bjöllunni, maður kom til dyra. Um sextugt, hvítt hár, hvít skyrta. Bauð góðan dag, vísaði mér með handarhreyfingum og hneigingum til skrifstofu. Lét mig ganga á undan, allt mjög virðulegt. Vísaði mér til sætis í leðurstól, tók við umsókninni og færði hana inn í tölvuna. Skrifstofan var virðuleg með þungum stórum húsgögnum. Á veggnum héngu tvær stórar myndir í gylltum ramma af kóngi og drottningu Tælendinga. Myndir frá Bangkok og myndir af íslenskri náttúru. Tölva með flötum skjá.

Kjartan Borg tók vegabréfið mitt og stimplaði það fimm sinnum, fjórum sinnum með bláum stimpli og einu sinni með rauðum. Skrifaði svo loks inn í það upplýsingar. Nú á ég kúl vegabréf. Stóðum upp, þakkaði fyrir, handaband, fór út, fór heim.

Svona er í Tælandi…..

Já þeir kjósa ungfrú Júmbó í Tælandi, magnað….

Hmmm Tælendingar búa til ís úr fiski. Maður verður að smakka það þegar maður kemst út. Svo heitir bakaríið sem selur þetta Kaesara-bakaríið, hehehe. (þessi brandari skilst aðeins ef maður er í líffræði)

Nú er það helst að bloggið mitt og Sverris sé orðið svo leiðinlegt og fullt af pólitískum áróðri að það sé ekki leggjandi á fólk að lesa það lengur. Það segja Óli og Siggi Tomm allavega. Ég segi fyrir mig að bloggið mitt er háalvarlegur pólítískur fjölmiðill og ekkert andskotans skemmtiefni fyrir pöpulinn. Hér er bara predikaður heilagur pólítískur sannleikur og þið landsbyggðardurgar skuluð bara lesa Baggalút ef þið viljið lífga upp á gráan hversdagsleika lífs ykkar :p

Nú er víst búið að ákveða að fljúga til Tælands með tengiflugi í gegnum Kaupmannahöfn. Þá kemst ég loksins til Danmerkur, okkar fornu arðræningjaþjóð. Ég er að hugsa um að drekka ótæpilega mikinn bjór á Kastrupflugvelli og detta síðan í rúllustiga og fótbrjóta mig upp á Jónasar Hallgríms-hefðina. Og þó……

Osama bin Laden er víst enn á lífi. Hvernig væri að stöðva hann fyrst áður en rokið er í Saddam? Ætli þeir geti nokkuð náð honum, þeir eru búnir að reyna í nær eitt og hálft ár og ekkert gengur……

bangkok.jpgÚff, ég var að skoða „upplýsingar fyrir ferðamenn“ um Bangkok, höfuðborg Thailands sem ég er að fara til eftir fjóra mánuði. Þar var greinilega verið að gefa í skyn að maður fengi hvað sem er í borginni. Nokkrar tilvitnarnir:

Fallegar stúlkur, sem eru oftast frá fátækum þorpum í norðurhluta landsins, þekkja skemmtanalífið út í hörgul. Light Show eru sýningar dansara, sem eru berir að ofan, á fyrstu hæð skemmtistaðanna. Uppi á lofti er stundað vændi og varðmenn gera viðvart, ef lögreglan kemur of nærri. Geri lögreglan rúmrusk, eru gestirnir ekki handteknir. Gagnkynhneigðir karlmenn, sem vilja gera sér glaða nótt í Bangkok, verða að gæta sín á því, að stundum geta fallegar „stúlkur“ verið klæðskiptingar. Einn af vinsælustur kabarettunum í borginni er Calypso, sem klæðskiptingar annast.

og þeir halda áfram………

Fylgdarþjónustur útvega konum og körlum félaga. Gestamóttöku hótelanna mæla gjarnan með þessum fyrirtækjum. Enginn, sem fer út í nóttina í Bangkok, er lengi einn…. Tælenzkir karlar vilja skemmta sér saman. Konurnar þurfa ekki að sitja auðum höndum á meðan. Nuddstofan Chippendale’s, við hliðina á Mannhattahótelinu, var hin fyrsta til að opna dyr sínar fyrir þeim. Þar velja konurnar sér velvaxna félaga til að tala við, dansa við og gamna sér með. Aukaþjónusta fer eftir samkomulagi.

Síðan er niðurstöður svissneskra rannsókna kynntar….

Samkvæmt nýlegri (1994) svissneskri talningu voru 97 næturklúbbar, 119 nuddstofur, 248 (dulbúin) vændishús og 394 veitingastaðir með diskótónlist í borginni. Fjöldi ástarhótela skiptir hundruðum (flestir nota gistiheimili). Viðskiptavinirnir leggur bílum sínum fyrir utan herbergi, tjald fellur fyrir aftan hann og borgunin fer fram í gegnum lúgu. Sums staðar eru einungis skaffaðar mottur. Staðir í dýrari kantinum eru búnir speglum í lofti, uppbúnum rúmum o.fl. Líkamsnudd þýðir kynlíf. Fyrir það er krafizt gjalds fyrir hvern klukkutíma og upphæðin, sem gefin er í þjórfé, fer venjulega eftir aukaþjónustunni.

Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta………….

Thailendingar keppa í drykkju eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Ég legg mitt af mörkum þegar ég fer þangað :)

Jæja nú er það klappað og klárt að ég fer til Thailands 21. maí með í kringum 40 líffræðinemum. Þetta er semsagt kúrs í HÍ sem kallast Námsferð til útlanda (frumlegt) og ég er bara farinn að hlakka svolítið til. Námsferðin sjálf tekur 12 daga þar sem er farið um Thailand og það helsta skoðað. Hallir, þjóðgarðar, leiruviðarskógar, farið á bak á fílunum, fjallgöngur, Háskólinn í Bangkok skoðaður, snorkað svolítið og bara endalaust sniðugt í gangi. Síðan eftir það verð ég í 16 daga í viðbót og geri það sem mér sýnist. Spurning um hvað það verður…….

Nú er ég veikur. Það er ekki gott. Ég ætla ekki í tíma á morgun því að ég er að drepast. Ég þurfti að flýja úr tíma í dag því ég var alveg að farast. Ég skil þetta ekki, ég verð nær aldrei veikur. Jæja það er hvort eð er aðeins einn fyrirlestur á morgun. Það verður bara að hafa það.

Jei, jei I´m going to Thailand, jei, jei, jei, I wanna go to Thailand, jei, jei, jei, jei, jei, I´m going to see some rainforests jei, jei, jei, jei, jei, I´m going to Thailands, jei, jei, jei, I´m gonna meet Hemmi Gunn, jei, jei, jei, I´m going to Thailand, jei, jei, and Malasia, jei, I´m going to Malasia, jei, jei, I´m gonna see Malasia, jei, jei, and Thailand, jei, jei, jei, I wanna go to Malasia, jei, jei, jei, I´m gonna see some big trees, jei, jei, jei, I´m going to South East Asia, jei, jei, jei, I´m gonna fly on a big jet, jei, jei, jei, I´m going to Thailand, jei, jei, jei, I´m gonna have some Thai food, jei, jei, jei, I´m probably gonna catch salmonella, jei, jei, jei, jei maybe kamphylobacter as well, jei, jei, jei, who knows, maybe malaria too, jei, jei, jei, I´m gonna burn in the sun, jei, jei, jei, I´m going to see some white beaches, jei, jei, jei, maybe some poisones snakes, jei, jei, jei, I´m going to Malasia, jei, jei, jei, jei, I´m gonna see Kuala Lumpur, jei, jei, jei, jei, I´m gonna stay for maybe whole month, jei, jei, jei, jei, jei,

Já ég er að fara til Thailands og Malasíu í vor.

Tags: