Archive for the ‘Stúdentapólitík’ Category

Öðruvísi mér áður brá

Af heimasíðu Röskvu.

Fyrsti fundur nýs Stúdentaráðs Háskóla Íslands var haldinn í dag. Samstarfi Röskvu og Vöku hefur verið komið á og Stúdentaráð er því sameinað. Með samstarfinu búa fylkingarnar til öflugt Stúdentaráð sem nýtur stuðnings tæplega 90% kjósenda. Með því að sameina krafta fylkinganna skapast möguleikar á að gera enn fleiri og betri hluti en áður hafa verið gerðir í Stúdentaráði. Mikið af fólki starfar innan fylkinganna og með því að virkja fjöldann er von á góðu.

Af heimasíðu Vöku.

Á skiptafundi Stúdentaráðs í dag var kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vökuliðinn Sigurður Örn Hilmarsson var einróma kjörinn formaður en sú sögulega stund hefur nú runnið upp í Stúdentaráði að Vaka og Röskva munu hafa með sér samstarf á komandi starfsár. … Vaka fagnar þessu samkomulagi og vonum svo sannarlega að samstarfið verði farsælt! Til þess eru allar forsendur, enda fylkingarnar samanlagt með stuðning um 90% kjósenda.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Úrslitin

Það virðist sem að „Stuck in the middle with you“ eigi eftir að hljóma annað árið í röð í Stúdentaráði HÍ.

Ítrekun

X við H kæru Háskólastúdentar. Öflugra samheldið Stúdentaráð. Þú átt það alltaf skilið.

Háskólalistinn

Kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs

Allir þeir sem vilja halda áfram að vera vinir mínir og eru skráðir í nám við Háskóla Íslands eiga að kjósa Háskólalistann í kosningunum næstkomandi miðvikudag eða fimmtudag. Frekari rökstuðning fyrir því að kjósa H-listann er að finna á glæsilegri heimasíðu hans sem finna má með því að smella á merkið hér fyrir neðan.

Háskólalistinn

Elli formaður

Ég óska Ella til hamingju með það að vera orðinn formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta er besta mögulega niðurstaðan að ég tel, ekki einungis fyrir Háskólalistann heldur einnig fyrir Röskvu og Vöku. Mun meiri almennari sátt mun ríkja um formann frá okkur heldur en frá hinum framboðunum, hugsa ég.

Kreppan hafin?

Menn ættu nú ekki að taka sér orðið stjórnarkreppa í munn fyrr en eftir að alvöru viðræður milli fylkinganna í SHÍ hafa farið fram.

Nýjar myndir

Setti inn á myndasíðuna myndir af listakynningu H-listans, vísindaferðinni í DeCode og myndir af kosningaandvökunni frá því á fimmtudaginn.

Fyrst að kosningarnar eru liðnar er líklega óhætt að setja þær inn.

Frábær úrslit

Það er gaman að renna yfir fyrirsagnir netmiðlanna núna.

RÚV: Meirihluti Vöku féll mbl.is: Háskólalistinn í oddaaðstöðu í Stúdentaráði Vísir: Röskva vann mann af Vöku

Vissulega góð úrslit fyrir Háskólalistann þrátt fyrir að hafa tapað örlitlu fylgi. Nýir tímar gott fólk, nýir og betri tímar.

Kosningagleði Háskólalistans

Eftir klukkutíma eða svo hefst kosningaandvaka Háskólalistans á Stúdentakjallaranum. Hljómsveit á barmi heimsfrægðar, Hraun mun spila stemningsmúsík mikla. Ég minni á það að á Stúdentakjallaranum er bjórinn alltaf ódýrastur.

Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir nema Kim Jong Il. Hann er ekki sleipur gaur.

0,02%

Háskólalistinn ríður ekki feitum hesti frá fyrstu skoðanakönnuninni sem gerð er fyrir stúdentaráðskosingarnar. 0,02% atkvæða er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt og því vil ég hvetja stúdenta til að fjölmenna á kjörstað og kjósa H-listann til að forða okkur frá þvílíkri skömm að fá minna fylgi en Framsóknarflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum.