Archive for the ‘Netpróf’ Category

Kompásinn tekinn

Svona kem ég út í Kosningakompás Moggans. Kemur nokkuð á óvart þetta með Borgarahreyfinguna en ég kýs hana þó ekki þrátt fyrir þetta. Annað kemur lítið á óvart.

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O) 84%
Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V) 76%
Samfylkingin (S) 73%
Lýðræðishreyfingin (P) 66%
Framsóknarflokkur (B) 63%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 59%
Sjálfstæðisflokkur (D) 46%

Tags:

Hvað á best við þig?

Sá netpróf á Púkablogginu sem mér fannst athyglisvert. Það greinir á hávísindalegan hátt viðhorf til trúar með prósentureikningi. Prófið má taka hér og þetta var mín niðurstaða.

1. Secular Humanism (100%) 2. Unitarian Universalism (92%) 3. Nontheist (84%) 4. Liberal Quakers (74%) 5. Theravada Buddhism (70%) 6. Neo-Pagan (59%) 7. Mainline to Liberal Christian Protestants (58%) 8. Taoism (53%) 9. New Age (44%) 10. Orthodox Quaker (40%) 11. Reform Judaism (40%) 12. Mahayana Buddhism (39%) 13. Jainism (32%) 14. Bahá’í Faith (29%) 15. Scientology (25%) 16. Sikhism (24%) 17. Mainline to Conservative Christian/Protestant (24%) 18. Seventh Day Adventist (23%) 19. Islam (23%) 20. Orthodox Judaism (23%) 21. Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (Mormons) (22%) 22. New Thought (22%) 23. Christian Science (Church of Christ, Scientist) (17%) 24. Hinduism (14%) 25. Eastern Orthodox (13%) 26. Roman Catholic (13%) 27. Jehovah’s Witness (5%)

Kom mér á óvart að ég skuli frekar teljast húmanisti frekar en trúlaus. Greinilegt að ég þarf að sækja um aðgöngu að Siðmennt þegar ég flyt aftur á klakann. Annars botna ég lítið í þessu tölum, ég er t.d. 14% hindúi. Hvað af hindúisma á ég samleið með? Og 44% nýaldarsinni! Guð hjálpi mér.

Fór og las mér aðeins til um Unitarian Universalism fyrst að ég að heita 92% þannig, skoraði mun hærra en guðleysið sem fékk einungis 84%. Ég hugsa að íslenska þjóðkirkjan gæti endað svona einn góðan veðurdag. Þarna er trúin orðin svo útþynnt og persónuleg að þeir bjóða upp á námskeið, „búðu til þína eigin guðfræði“. Einnig skiptir litlu á hvað þú trúir, bara að það sé eitthvað.

Jæja, líklega er það betra en að umskera börn og boða að trúvillingar séu óvinurinn. Það væri kannski reynandi að stofna svona trúfélag á Íslandi sem væri laust við allar kreddur.

50% VG / 50% Samfylkingin

Minn innri krati kom hér bersýnilega í ljós. Þetta segja Bifrestingar að ég eigi að kjósa. Ég er ánægður með 0% stuðning minn við íhaldið en 20% stuðningur minn við frammara er út úr kortinu.

Stuðningur við Samfylkinguna: 50% Stuðningur við Vinstri-Græna: 50% Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40% Stuðningur við Framsóknarflokk: 20% Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 13% Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%

Minn innri Dani

Ég stóðst prófið um hvort ég megi verða danskur ríkisborgari, náði 30 réttum. Klúðraði tveimur spurningum algjörlega sem ég átti að vita, spurningunni um Absalon og skyldunámið. Það þarf víst 28 rétt svör til að ná réttinum.

Mér finnst þetta nokkuð ágætur árangur miðað við að ég hef einu sinni komið til Danmerkur og eytt þar einni helgi. Samkvæmt Vísi þá féllu 22% Dana á aldrinum 18-25 á þessu prófi. Það finnst mér athyglisvert.

Ég er eins og Ásgeir H

Your results:
You are Spider-Man

Spider-Man
75%
Iron Man
65%
Robin
65%
Green Lantern
60%
Superman
60%
Catwoman
55%
The Flash
45%
Supergirl
40%
Wonder Woman
35%
Hulk
30%
Batman
20%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.
Click here to take the „Which Superhero am I?“ quiz…

Mér fannst þessi alltaf hálfleiðinlegur í bókunum…

Dauði rokkarinn

Take the quiz:
Which Dead Rock Star Are You?

Jimi Hendrix
You are Jimi Hendrix! You’re influential to many young and old, and very talented. You most likely good with your hands… are you? You are very happy and like to experiment with drugs. Oh, he died in 1970 from a supposed drug overdose, it’s unknown what drug.

Quizzes by myYearbook.com — the World’s Biggest Yearbook!

Lúðvík II Svanakóngur

I'm Ludvig II, the Swan King of Bavaria!
Which Historical Lunatic Are You?
From the fecund loins of Rum and Monkey.

Kvikmynd um mig

QuizGalaxy.com!


Take this quiz at QuizGalaxy.com

Fínt að ég skuli enda sem forseti en að það skyldi gerast í gegnum raunveruleikasjónvarp átti ég ekki von á. Ég neita að taka þátt í öllum stefnumótaþáttum, ég get ekki sungið svo að Ædol er ekki inni þannig að ég veit ekki alveg hvaða íslenski þáttur hentar mér. Það er hins vegar nóg af þessum þáttum hér í Svíþjóð, kannski byrjar það hér.

Kitlið

Ætli maður verði ekki að svara kitli Auðar áður en ég gleymi því.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey: (hálf kaldranalegt viðfangsefni)

 • Sigla um heiminn á skútunni minni.
 • Þróa bóluefni gegn HIV.
 • Ná að titla mig M.Sc. í einhverju.
 • Gegna embætti forseta lýðveldisins.
 • Fá Nóbelsverðlaun, líklega í læknisfræði fyrir HIV-bóluefnið.
 • Eignast stórt hús með sánu, sundlaug og heitum pott.
 • Læra að spila á slaghörpu.

  Sjö hlutir sem ég get gert:

 • Raðgreint DNA.
 • Víbrað steypu.
 • Framkvæmt grimmúðlegar tilraunir á lifandi rottum án þess að bregða svip.
 • Fundið norður út frá stjörnunum.
 • Borðað fisk í öll mál.
 • Sofið í tólf tíma samfleytt án þess að vera sérstaklega þreyttur fyrir.
 • Spilað Kana í hverju kaffihléi og hádegismat í fimm mánuði samfleytt.

  Sjö hlutir sem ég get alls ekki gert:

 • Verið góður og samviskusamur stúdent.
 • Þolað kjaftæði.
 • Farið að sofa á skikkanlegum tíma.
 • Bakað pönnukökur.
 • Farið í messu.
 • Lesið 101 Reykjavík.
 • Stolist á kvennaklósett eða hverja þá aðstöðu sem merkt er kvenfólki.

  Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið: (væmið)

 • Augun.
 • Röddin.
 • Gáfur.
 • Gott viðmót. (hljómar eins og ég sé að lýsa forriti)
 • Brosið.
 • Sítt hár.
 • Hláturinn. (sumar konur hlæja eins og hafið)

  Sjö frægar konur sem heilla:

 • Cameron Diaz. (alltaf nr. 1)
 • Natalie Portman.
 • Angelina Jolie.
 • Beyoncé Knowles.
 • Famke Janssen.
 • Emmanuelle Béart. (konur sem tala frönsku, merde!)
 • Penélope Cruz.

  Sjö orð eða setningar sem ég nota mikið: (mjög litað af útlandinu)

 • Hej!
 • Ja, det är bra.
 • like…
 • Tack så mycket.
 • You want beer?
 • Oh, no.
 • In Iceland we say….

  Sjö hlutir sem ég sé í þessum skrifuðum orðum:

 • Töfralampann minn sem kveikt er á einvörðungu með því að tikka í hann.
 • Maciej herbergisfélaga á Skype að blaðra á pólsku.
 • Sex sænskar krónur.
 • Appelsínuna sem ég ætlaði að borða í kvöld.
 • Nýja bostadshyreskontraktinn minn.
 • Marið á hægra upphandlegg eftir þar síðustu helgargleði.
 • Nýja spilastokkinn minn sem ekki hefur verið notaður ennþá.

  Ég ætla að kitla Sverri, Jakob, Guðjón og Sigga Tomm. Svona var nú það.