Archive for the ‘Myndir’ Category

Stúdíómyndir af fjölskyldunni

Hér má sjá einhverjar nýjar myndir af okkur.

Tags:

Fáeinar myndir

Gleymdi víst að minnast á það hér að hægt er að sjá myndir frá 8. maí hér.

Tags:

Myndir úr páskafríi

Hér má sjá einhverjar myndir úr páskafríinu en það voru einungis teknir tveir dagar og keyrt til Ixtapan de la Sal sem er hér skammt frá Mexíkóborg í Estado de México. Þar eru m.a. heitar laugar en þær finnast víðar en á Íslandi.

Tags:

Myndir af nýja stráknum

Með því að smella hér má sjá myndir af nýjasta fjölskyldumeðliminum en mamma vildi sjá myndir af nýjasta barnabarninu. Sagan af því hvernig hann kom í heiminn verður svo skráð hér síðar en hann kom með miklum látum í heiminn þann 17. janúar.

Tags:

Drengirnir

Fékk sendar myndir í tölvupósti áðan af Ara og litla bróðir hans. Fannst því tilvalið að skella þeim hér inn. Ég hef ekki haft neinn tíma til að vasast í okkar eigin myndum auk þess sem eitthvað skrítið gengur að myndasíðunni minni. Hef sent formlega kvörtun á Óla.is, vona að hann reddi þessu einn daginn.

Setti reyndar inn um daginn myndir frá sumarfríinu mikla, líklega er meira en tveir mánuðir síðan það var gert en ég gat ekki klárað það alveg vegna tæknilegra örðugleika. Í síðasta albúminu frá Toronto á aðeins eftir að lagfæra uppsetninguna en fólk getur nú skoðað myndirnar fyrir því.

Svona líta drengirnir út í dag, Ari var reyndar þreyttur þegar myndin var tekin og hefur einnig verið slappur undanfarna daga. Ekki besta myndin af honum en jæja. axelI.JPG axelII.JPG ariI.JPG Efstu tvær eru af þeim yngri og sú neðsta er af Ara Snæ. Ég held að kommentakerfið sé í lamasessi og því geta lesendur ekki tjáð hrifningu sína sem skyldi. Í þeim efnum bind ég einnig vonir mínar við að Óli reddi því einn góðan veðurdag.

Myndir á Facebook

Þeir sem eru svo vel félagslega settir að vera félagar mínir á Facebook geta nú séð nokkrar myndir af Bessa þar. Myndir verða einnig settar á hina opinberu myndasíðu (sem hægt er að sjá með því að smella á „myndir“ hér að ofan) þegar tækifæri gefst. Miðað við að ég var að klára fyrst í fyrradag að fara í gegnum myndasafnið úr sumarleyfinu og taka þær út sem eiga að enda á netinu þá þori ég ekki að lofa neinu um afköst í þeim efnum.

Mig langar svolítið að tjá mig um niðursveifluna heima en ég nenni eiginlega ekki að bæta meiri texta í það hálslón sem myndast hefur í blogglandi um það fyrirbæri.

Síðustu nótt dreymdi mig að Sverrir væri kominn til Mexíkó og hann var ánægður með að pizzur með lakkrís kostuðu hér aðeins fimmtán pesóa. Rétt er að taka fram að lakkrís er óþekkt góðgæti hér í landi, hvað þá þar til gerðar lakkríspizzur, svo ég veit ekki alveg hvernig túlka skal þennan draum.

Annars erum við alveg eldhress, öll fjögur.

Sumar

ariuti.jpg

Nokkrar myndir

Eitthvað hefur bæst við myndasíðuna undanfarið.

Yo quiero a papá

yopapa.JPG

Zacango dýragarðurinn

Setti inn nokkrar myndir úr dýragarði hér nálægt Mexíkóborg.