Archive for the ‘Myndbönd’ Category

Ímynd hvalveiða í útlandinu

Stundum held ég að Íslendingar skilji ekki alveg hvað hvalveiðar eru mikið alvörumál hér í útlandinu. Hér er litið á hvalveiðar sem helbera villimennsku og ég geri ráð fyrir því að þannig sé það í flestum löndum. Sá mjög gott dæmi um daginn þegar að Ari var að horfa á sjónvarpið og eftirfarandi myndband sem sjá má hér að neðan kom á skjáinn. Þetta var á stöðinni Discovery Kids í vinsælum þætti um dýralíf sem þessi unga stúlka Bindi Irwin sér um. Athugið að þetta er normið hér úti. Ímyndið ykkur svo hvernig það fer í almenning þegar fréttist að Íslendingar séu byrjaðir aftur að veiða hvali.

Var þetta kannski meðvituð tilraun til að sverta enn frekar mannorð Íslendinga í útlandinu?

Sjálfum finnst mér lítið um hvalveiðar í sjálfu sér en vandamálið er hvernig þær hafa áhrif á orðspor Íslands. Það er eiginlega orðið tómt mál að tala um Ísland sem eitthvað vistvænt land þar sem að risavirkjanir, stóriðja og hvalveiðar eru það helsta sem frétta má þaðan. Fyrir utan náttúrulega fjármálasukkið.

Tags:

Sameinuðu Þjóðirnar á móti guðlasti?

Helsti gallinn við Sameinuðu Þjóðirnar er að allir fá að vera með og segja sína skoðun. Þótt að við fyrstu sýn virðist það ekki vera galli heldur kostur þá verður að hafa í huga að mörg lönd á okkar fögru plánetu eru afar aftarlega á merinni í mörgum málaflokkum. Nú hefur það semsagt gerst að 57 lönd múslima hafa myndað blokk innan S.Þ. til að þrýsta á um að ályktun gegn guðlasti nái fram að ganga.

Ef þetta rugl nær einhverri framgöngu innan S.Þ. þá er nú fokið í flest skjól. Þetta gengur þvert á hefðir lýðræðisríkja um málfrelsi og trúfrelsi. Flest þessara landa í múslima-blokkinni eru einræðisríki þar sem orðið lýðræði er eins og hvert annað klámyrði. Að slíkt afturhald fái að grassera í sjálfum S.Þ. er ekkert annað en hneyksli.

Sjá myndbandið hér að neðan þar sem m.a. er rætt við Christopher Hitchens um málið.

Tags: , , ,

Bisnessinn og mexíkanskir tónar

Ég er eiginlega strax farinn að bíða eftir sumarfríinu, hef haft meira en nóg að gera undanfarið og það virðist bara eiga eftir að aukast. Konan mín er orðin svo djúpt sokkin í bisnessinn að við verðum með okkar eigin bás á ráðstefnu hér í bæ frá fimmtudegi til sunnudags. Hef víst látið plata mig út í að vera á staðnum í jakkafötum og dreifa bæklingum. Hvað gerir maður ekki fyrir arðsemi tannlæknastofu konunnar?

Ráðstefnan snýst um börn og verðandi mæður og þangað koma ýmsir framleiðendur með sínar vörur og kynna. Að meðaltali fá svona ráðstefnur um 65 þúsund gesti og við erum eina tannlæknastofan á svæðinu þannig að við gerum okkur vonir um að geta bætt ríflega við kúnnahópinn. En undirbúningur fyrir kynningu af þessari stærðargráðu er töluverður og því erum við frekar lúin þessa dagana.

Þetta kemur á sama tíma og ég er í hraðferð í þriðja spænskuáfanga mínum í CEPE. Hraðferðin þýðir að ég læri spænsku sex tíma á dag frá 9-3 og þarf svo yfirleitt að kíkja eitthvað til málamynda á vinnustaðinn. Því er lítil orka eftir í manni þegar staulast er heim á kvöldin.

Þriðji spænskuáfanginn er annars skemmtilegur, kennararnir betri en í nr. 2. Er með einn fyrir hádegi og annan síðdegis. Sú fyrri hef ég grunaða um að vera yngri en ég. Því finnst mér ég hafa elst mikið þegar ég er í tímum hjá henni. Sú síðari er óhemju áhugasöm um kennsluna, svo mjög að manni finnst nánast nóg um en hún er ágæt engu að síður.

Um daginn horfðum við á þetta tónlistarmyndband í kennslustund og við áttum að lýsa því sem fyrir bar. Lagið heitir „Me voy“ og er með Julieta Venegas. Sú mun vera fyrrverandi rokksöngkona sem fór yfir í poppið og spilar oft á harmónikku í lögum sínum. Einhverjir gætu sagt sem svo að hún væri búin að missa það en þetta eru engu að síður hugljúfir tónar.

Hún hefur einnig átt þennan hittara hér „Eres para mi“, þetta heyrðist mikið á síðasta ári og heyrist reyndar enn enda dúndur stöff hér á ferðinni. Fyrir mér er þetta venjuleg útvarpsmúsík, velti því fyrir mér hvort lesendur kannist eitthvað við hana Julietu eða hvort að hún sé einungis fræg í Ameríku.

NATO: peningasóun og firring

Fyrst að þrír Kommúnuistar taka til máls í þessu myndbandi þá er ekki annað hægt en að smella því hér inn.


Nostalgían

Það hafa margir tekið nostalgíukast undanfarið vegna einhvers sem þeir fundu á YouTube. Hér er mitt framlag, upphafsstefið úr Gullborgunum. Það eru tæp tuttugu ár síðan þetta var sýnt á RÚV en ég man nákvæmlega eftir því hvernig stefið hljómaði. Mér finnst það merkilegt í ljósi þess að ég man aldrei neitt sem ég á að muna.

Þessar teiknimyndir voru í algjöru uppáhaldi „in ðe eitís“. Ég held að ég sé ekki einn um það að finnast teiknimyndir í dag, þ.e. fyrir sjónvarp, vera hálfgerður sori. Illa teiknaðar, ófyndnar og óspennandi. Eða er þetta kannski bara aldurinn sem fer svona með mann?

Ég kíkti líka aðeins á byrjunina á fyrsta þættinum og ég man enn eftir nokkrum atriðum eins og þegar þeir notuðu Esteban til að kalla fram sólina. Vá.

Skaðsemi tölvuleikja

Yfirleitt er ég á þeirri skoðun að tölvuleikir geri engum mein og séu skaðlaus skemmtun fyrir alla. En eftir að hafa horft á myndbandið hér að neðan þá held ég að sumir ættu aðeins að slaka á í tölvunni. Guðjón benti mér á þennan reiða þýska dreng sem er afar óþolinmóður yfir því hversu lengi tölvan hans er að hlaða inn Unreal Tournament. Ekki skánar það þegar hann er drepinn en þá verður hann endanlega brjálaður.

Þetta myndband er annars frekar fyndið þó kannski sé ekki pólitískt rétt að hlæja að þessu.

Danir liggja í því

Mario og Luigi villast af leið

Fyrir aðdáendur Bush

Blautt malbik

Rottweiler myndbandið sem var bannað er á kvikmynd.is. Þetta er bara nokkuð gott lag hjá þeim og Ron Jeremy er náttúrulega stórleikari og vinnur leiksigur í þessu myndbandi.