Archive for the ‘Músík’ Category

Júróvísíon

Ég þoli ekki Júróvísion, lágmenning af síðustu sort. Kannski fæ ég fýlupúkastimpilinn á mig fyrir að segja þetta, en sama er mér. Silvía Nótt finnst mér vera kjörin í þessa keppni. Vegna alls umtalsins um hana þá fór ég og horfði á hennar framlag. Mér fannst það nokkuð fyndið. Besta Júróvísíon lag síðan „Alveg týpiskt Júróvísíonlag“ sló í gegn.

Fyrst ég var byrjaður að horfa á þetta renndi ég nokkrum fleiri lögum í gegn. Það fór um mig mikill ógeðshrollur að sjá þetta, kannski er ég kominn með andlegt ofnæmi gegn þessari keppni. Birgitta, Regína, aflóga Ædol stjörnur, Ómar Ragnarsson…. hjálp. Ekki nóg með að Sylvía væri með skemmtilegasta atriðið heldur er lagið hennar illskást af þeim öllum. Ekkert næntís ógeð.

Ég held að hún fái alveg tremma mörg stig i keppninni. Vona að hún vinni.

Laugardagskvöld

Fáir listamenn eru jafn viðeigandi á laugardagskvöldum eins og Snoop Dogg.

Listamaður

Þarf maður héðan í frá að titla Jón Óskar sem listamann?

Tónleikaferð

Eins og áður hefur komið fram þá fór ég til Stokkhólms á mánudaginn til að hlýða á tónleika með meistara Dylan. Með í för voru Rósa, Guðrún Lísbet og Ingimar. Tónleikarnir voru haldnir í íshokkíhöllinni Globen og fengum við sæti á ágætum stað, nánast beint fyrir framan sviðið en í talsverðri fjarlægð þó frá goðinu.

Fjarlægðin var reyndar það mikil að ég áttaði mig ekki á því hver af köllunum á sviðinu var Bob Dylan fyrr en langt var liðið á fyrsta lagið. Lögin voru flest að ég held af nýju plötunni hans, sem ég hef ekkert hlustað á. Þetta var þó skemmtilegt gamaldags gítarrokk sem var gaman að hlýða á. Hljómsveitin hans var vel spilandi en Bob sjálfur er farinn að stæla Megas helst til mikið í söngnum fyrir minn smekk.

Tónleikarnir liðu mjög fljótt og mér fannst það reyndar skrítið að Bob heilsaði aldrei áheyrendum eða var neitt að kynna sig eða hljómsveit sína. Eftir að prógrammið var búið, þar sem ég þekkti ekki eitt einasta lag, fóru Bob og félagar af sviðinu. Svíarnir vildu þó ekki sleppa af þeim takinu og stóðu og klöppuðu í óratíma að mér fannst. Hendurnar á mér voru orðnar dofnar af öllu klappinu eftir nokkrar mínútur og mér datt aldrei í hug að Dylan léti klappa sig á sviðið aftur. Hefði heyrt sögur um það að væri ekkert fyrir slíkt.

En viti menn, skyndilega kviknuðu ljósin á sviðinu aftur og meistarinn steig á stokk. Enn eitt lagið fór af stað og mér fannst ég kannast við hljómaganginn en trúði því ekki að ég væri að heyra rétt. Svo hóf Bob upp ryðgaða raust sína og söng eftirfarandi laglínur:

Once upon a time you dressed so fine You threw the bums a dime in your prime, didn’t you?

Það var eins og við manninn mælt, gríðarleg fagnaðarlæti brutust út. Like a Rolling Stone er eitt af mínum uppáhalds Dylan lögum og þetta var því mjög ánægjulegt fyrir mig að heyra sjálfan meistarann taka þetta fyrir mig.

Greinilegt var að kallinn var ánægður með viðtökurnar í Stokkhólmi því eftir þetta lag talaði hann í fyrsta skipti við áheyrendur. Kynnti sig og hljómsveitina og lauk svo tónleikunum með því að taka annað gamalt og gott lag, All Along the Watchtower. Það var reyndar mögnuð útgáfa og gott ef ekki að það mátti heyra einhver Hendrix áhrif hjá köllunum.

Eftir það fóru þeir af sviðinu og ljósin voru kveikt fljótlega eftir það. Greinilegt var að ekki átti að spila meira þetta kvöldið.

Í heildina séð er ég nokkuð sáttur við þessa tónleika. Hljómburðurinn í Globen var nokkuð góður, sætin þægileg og meistarinn í ágætu stuði. Hefði verið til í heyra meira af gömlum smellum en nýju lögin voru reyndar nokkuð góð mörg hver. Þannig að ég er ánægður með þetta allt saman.

Bob Dylan tónleikar

dylan.jpegÉg hef tvenn tilhlökkunarefni fyrir morgundaginn. Annars vegar fer ég í lestina en fyrir mann frá lestarlausu landi er það ennþá skemmtilegur ferðamáti. Lestin mun bera mig sem leið liggur til Stokkhólms en þar ætla ég á Bob Dylan tónleika ásamt Rósu, sem er þá hitt tilhlökkunarefni dagsins.

Bob Dylan er í miklu uppáhaldi hjá mér, jafnvel eftir að hann frelsaðist og enn síðar eftir að hann seldi sálu sína til Starbucks. Kallinn er samt ennþá með þeim flottari og ég vona að þessir tónleikar verði ekki eins og þeir síðustu sem hann hélt hér í Svíþjóð, sem voru víst frekar klénir.

Snoop Doggy Dogg

Tónleikarnir í gær fóru fram úr björtustu vonum. Snoop fór algjörlega á kostum og tónleikarnir vel heppnaðir í alla staði. Upphitunarhljómsveitirnar fóru eiginlega fram hjá mér en Snoop sýndi snilldartakta og náði áhorfendum gjörsamlega með sér.

Þeir sem misstu af þurfa ekki að örvænta, því Snoop vill koma til Íslands sex sinnum á ári héðan í frá, sagði hann okkur. Líklega er því hægt að skrá enn eitt nafnið í Íslandsvinabókina.

Styttist í Snoop

Nú er einungis einn dagur í tónleikana með Snoop. Ég var á Hressó í gær og ég bað DJ Heiðar Austmann um að spila Snoop (já já, þetta var mjög plebbalegt allt saman). Síðan spilaði hann leiðinlegasta lagið með honum, Drop it like it’s hot. Mér fannst það ekkert sniðugt.

Snoop Dogg

Af hverju segir mér aldrei neinn neitt?!

Snoop Dogg er að koma til landsins og heldur tónleika 17. júlí næstkomandi! Þetta verða tónleikar sem ég fer á, það er bókað.

Sítt að aftan nöttarar geta farið á Duran Duran, Iron Maiden og Alice Cooper. Ég fer á Snoop!

My shit’s on hit, legit, now I’m on parole, stroll
with the Dogg Pound right behind me
and up in yo bitch, is where ya might find me
Layin that, playin that G Thang
She want the nigga with the biggest nuts, and guess what?
He is I, and I am him, slim with the tilted brim
What’s my motherfuckin name?

Duran Duran

Það verða Duran Duran tónleikar í Egilshöll 30. júní næstkomandi. Mig langar eiginlega svolítið að fara því eins og allir vita eru Duran Duran miklu betri en Wham.

Pantera

Þetta er svo sannarlega svartur dagur fyrir Pantera aðdáendur. Dimebag Darrel gítarleikari skotinn á tónleikum Damageplan í Ohio og e.t.v. annar meðlimur Pantera.

Þetta er brjálaður heimur.