Archive for the ‘Diss’ Category

Sjálfhverfni?

Einhvern daginn mun ég einnig skrifa minn eigin snepil og gefa út. Gæta mun ég þess eins og Magnús Þór(pdf) að mynd af mér sé nú örugglega á hverri einustu síðu, svona til að ekkert fari á milli mála hver sé aðalmaðurinn.

Fjárkúgun góð – Umhverfisvernd ógeðsleg

Þegar lífspeki þín hefur leitt þig á þá glapstigu að fjárkúgun teljist vera í góðu lagi en umhverfisvernd og strætó eru á hinn bóginn stórvarasöm fyrirbæri, þá er ráðlegt að staldra við og hugsa málið upp á nýtt.

Fyrirspurn til Árna Johnsen

Er hægt að skapa horngrýtis kjaftæði úr óðalssteinum?

Dæmigerð vörn einangrunarsinna annars; halda í tunguna, sjálfstæðið og krónuna. Rómantísk orðræða 19. aldar þjóðernissinna í fullum gangi. Samt viðbúið að sjá þetta hjá eyjapeyja, sumir þar vilja segja sig úr lögum við Ísland, hvað þá með ESB.

Ef manninum er alvara með að halda í tunguna þá gæti hann byrjað í sínum ranni og skipt um eftirnafn fyrir eitthvað íslenskt.

Lazy-Boy frjálshyggjumenn

Stundum heyrir maður talað á óvirðulegan hátt um svokallaða sófakomma. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig þeir eru skilgreindir nákvæmlega en líklega er átt við vinstri menn sem rausa stöðugt um pólitík en nenna ekki að standa í byltingarstússi.

Hvernig ætli sé þá best að uppnefna þá frjálshyggjumenn sem virðast ekki geta unnið fyrir sér og eru á ríkisspenanum alla sína hundstíð? Lazy-Boy frjálshyggjumenn?

Er það í alvöru ekkert mál fyrir þessa kalla að láta hugsjónirnar lönd og leið þegar feit embætti á vegum ríkisins eru í boði? Kannski ekki skrítið þegar haft er í huga að þetta eru mennirnir sem upphefja græðgina sem gott og gilt þjóðfélagsafl.

PS. Hægt er að setja inn athugasemdir á ný, þökk sé Óla.is.

Bókmenntafræðingur?

Er þetta ekki örugglega bókmenntafræðingur sem skrifar svona?

Það er von að spurt sé, því enn þann dag í dag eru það raunvísindin sem segjast hafa umboð til að skýra út heiminn og í krafti raunvísindanna eru enn í dag unnin mikil spjöll á umhverfinu og náttúrunni. Við þurfum ekki að horfa lengra en til íslenska hálendisins til þess að fá samsvörun því með því að mæla náttúruna af offorsi leggur maðurinn hana undir sig. #

Kannski er þetta eitthvað grín, ef svo er þá er þetta hreinlega ekkert fyndið.

Siðfræði

Ég held að kennslu í siðfræði við Háskóla Íslands sé stórlega ábótavant.

Hagsmunasamtök reykingamanna

Sorglegustu samtök dagins hljóta að vera hin bresku hagsmunasamtök reykingamanna.

Göng til Grímseyjar

Legg til að Árni Johnsen verði settur í nefnd um samgöngur við Grímsey. Hann kemst örugglega að þeirri niðurstöðu að best sé að bora jarðgöng til eyjarinnar sem á eftir að kosta sama og ekkert.

Langstæðstir

Á heimasíðu Ungra Framsóknarmanna í Skagafirði má lesa eftirfarandi lýsingu á félaginu.

Félag ungra Framsóknarmanna í Skagafirði er stæðsta hreyfing ungs fólks á Norðurlandi vestra.

Einhvern veginn fer þessi lýsing vel saman við þá fordómafullu mynd sem ég hef af Framsóknarmönnum.

Maður/Kona

Tók þátt í Trivial Pursuit netgetraun áðan og var þar spurður um ýmsar upplýsingar að leik loknum. Þar á meðal átti ég að gefa upp kyn, möguleikarnir voru maður eða kona. Það fór ótrúlega í taugarnar á mér. Svo virðist sem að menn kunni ekki íslensku lengur en til eru tvenns konar menn, karlmenn og kvenmenn. Kynin eru karl og kona. Maður er ekki það sama og enska orðið man heldur samsvarar það líklega orðinu human, en þessi villa að tala um karla sem menn er örugglega ensk áhrif í málinu.

Bið forláts ef skrifin eru ruglingsleg, þegar ég er með hita þá brenglast heilastarfsemin all nokkuð.