Archive for the ‘BlogSpot’ Category

SARK

Nú er ég búinn að skrá mig í samtökin SARK, Samtök um Aðskilnað Ríkis og Kirkju. Hvet alla til að gera slíkt hið sama.

Ríkisrekin trúarbrögð hljóta að vera öllum hugsandi mönnum, trúuðum jafnt sem trúlausum þyrnir í augum. Nema auðvitað afturhaldssömum íhaldsseggjum en hver hlustar á þá? :)

Vissuð þið að Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir sem hefur byggir á siðrænum húmanisma, hefur ekki fengið að skrá sig sem trúfélag, líklega vegna þess að meðlimir þess trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur?!? Þetta er náttúrulega algert rugl því á sama tíma fá hvaða rugludallar sem er að reka trúfélög sbr. Krossinn og Vottarnir góðkunnu.

Niður með trúarbrögðin.

If I had to choose a religion, the sun as the universal giver of life would be my god.
Napoleon Bonaparte

Skýringin fundin

Ég hef komist að því hvers vegna ég er ekki með betri einkunnir en raun ber vitni :þ

Fucking village

Maður á ekki að trúa neinu sem lesið er á Netinu. Ég held þó að þessi frétt sé ekki vitleysa, til er þorp í Ástralíu sem heitir Fucking! Nafnið er komið frá herra Fuck sem settist þar fyrstur manna að. Það kemur ekki á óvart að verið er að kjósa um að breyta nafni þorpsins :þ

Síðan er sagt einnig í þessari frétt frá þorpunum Wank am see, Petting, Vomitville og Windpassing. Þetta er bara of fyndið.

Kommúnan tekur upp kommentakerfi!

Stundum kemur lífið manni á óvart. Ég var að skoða teljarasíðuna og fann í gegnum hana að það hafði verið kommentað á kommúnusíðuna! Kom þetta mér í opna skjöldu þar sem ég hafði aldrei sett upp neitt kommentakerfi á þessa ágætu síðu.

Við nánari eftirgrennslan kom það á daginn að þetta er einhver nýr fídus í Blogger sem ég var reyndar búinn að sjá áður en ég hélt að ég hafði ekki virkjað þetta drasl.

Allavega þá er hægt að setja inn komment núna við færslurnar með því að smella á klukkuna neðst í þeim. Þetta kommentakerfi er þó afar frumstætt miðað við það sem maður sér úti í heimi Netsins en sama er mér :þ

Þetta er grundvallarbreyting á þessari síðu. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver eigi eftir að nýta sér þetta. Allavega fær Rósa hrós fyrir að vera fyrst til kommenta á síðuna og gera mér grein fyrir þessum möguleika.

Sólskemmdir

Ég er allur að fuðra upp í þessu góðviðri sem hefur herjað á okkur undanfarna daga. Eyrun á mér eru smátt og smátt að molna af hausnum af mér vegna þess að þau eru orðin brunnin í gegn. Það væri allt í lagi mín vegna ef drægi aðeins úr sólskini. Þó býst ég við að það sé skárra að brenna úti í sólinni heldur en að hanga inni alla daga og þjást yfir því að geta ekki verið úti í blíðunni.

Þorlákshöfn

Í kvöld fór ég til Þorlákshafnar í þeim tilgangi að heimsækja Guðjón og fjölskyldu. Guðjón er fluttur í afar stórt einbýlishús sem gæti vel rúmað u.þ.b. sjö krakka í viðbót við þessa þrjá sem hann er búinn að eignast. Einnig á hann núna stóran bíl fyrir stórfjölskylduna. Guðjón er stórhuga maður, það verður ekki annað sagt.

Annars verð ég alltaf jafn hissa á hvað það er í raun stutt að fara til Þorlákshafnar. Verð að reyna að fara oftar í framtíðinni, gengur ekki að vera alltaf með leti og vesaldóm.

Ný skilgreining

Ég hef fundið algilda skilgreiningu á því hvað telst vera góð vinna eða slæm vinna. Góð vinna er þannig að þú ferð í sturtu áður en þú mætir, slæm vinna er þannig að þú ferð í sturtu eftir vinnudaginn.

Ég vildi óska þess að ég væri í góðri vinnu.

Vormisseri lokið

Búinn að fá síðustu einkunn (loksins) og sjá, ég hef náð öllu saman. Ekki nóg með það heldur sýnist mér meðaleinkunnin vera um tveimur heilum hærri en á síðasta misseri, enda var það arfaslakt hjá mér það misserið.

Nú á ég von á því að fá námslán, reyndar skelfilega lítið námslán þar sem ég er í óopinberri leigu en gott er að fá einhverja þúsundkalla upp í yfirdráttinn, það veitir sko ekki af :þ

Í tilefni þess að ég hef staðist vormisseri 2004 með ágætum ætla ég að fara niður í miðbæ Reykjavíkur næstu helgi og kanna næturlífið. Áhugasamir geta haft samband við mig. Það er ókeypis að fá að koma með en menn verða að vera stilltir og mega ekki selja upp né komast í kast við lögin :þ

Skál!

Ronald Reagan

Nú er Reagan farinn til Guðsins síns á himnum, hvíli hann í friði. Ég verð að viðurkenna það að mér ofbauð áðan þegar ég hlustaði á fréttir RÚV bæði í hádeginu og í kvöld. Lofsrullan um hvað Reagan var æðislegur gaur í alla staði var einum of að mínu mati.

Nú ætla ég ekki að fara að tala illa um Reagan þar sem hann er nýdáinn. Það er hinsvegar ámælisvert hjá RÚV að birta einhverjar söguskoðanir og predika þær sem heilagan sannleik. Sérstaklega um jafn umdeildan mann eins og Ronald Reagan.

Politics I supposed to be the second-oldest profession. I have come to realize that it bears a very close resemblance to the first.
Ronald Reagan

Concentrated power has always been the enemy of liberty.
Ronald Reagan

I am not worried about the deficit. It is big enough to take care of itself.
Ronald Reagan

Enn ein undirskriftasöfnunin

Eftir að Ólafur Ragnar forseti tók tillit til undirskriftanna, sem safnað var til að mótmæla Davíðslögunum, hefur trú mín á undirskriftasöfnunum aukist. Nú er farin í gang mikilvæg undirskriftasöfnun, mikilvægari jafnvel heldur en gegn fjölmiðlalögunum. Nú á að skora á íslensk yfirvöld að koma á framfæri mótmælum til bandarískra yfirvalda vegna fanganna á Guantanamo herstöðinni á Kúbu, réttara sagt meðferðinni á þeim. Ég ætla ekki að orðlengja um þann hrylling hér, nóg er af upplýsingum ef smellt er á auglýsinguna hér að neðan.