Archive for the ‘Áhugavert’ Category

Hvaða svikamylla var í gangi í síðari heimsstyrjöld?

Mest lesna fréttin á Vísi.is er þessi hér sem hefst á svohljóðandi orðum:

Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld – jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag.

Kannski er þetta kjánaleg spurning en hvaða svikamylla var í gangi í síðari heimsstyrjöld? Teljast Hitler og co ein slík?

Tags: , , ,

Einar Már um Mexíkó

Áhugavert að lesa frásögn helsta rithöfundar Íslands af ferð hans til Mexíkó á síðasta ári. Þetta er því miður allt satt og rétt sem þarna kemur fram.

Tags: ,

Skopmynd ársins klárlega

Ég sé að Þórður hefur framkvæmt það sem ég ætlaði mér að gera við tækifæri, finna þessa kosingamynd af Hr. Haarde og hlægja svolítið að honum. Jæja, svona er að vera seinn og tímalaus.

Fyndið

Þetta fyndið, þið smella.

Trúfrjáls hægrimaður stingur niður penna

Ef þið viljið lesa eitthvað uppbyggilegt í dag þá er fátt betur til þess fallið en þessi pistill hér.

Um verðbólgu

Þeir sem botna ekkert í hagfræði, eins og ég t.d., geta haft gott að því að lesa þennan pistil á Púkablogginu um verðbólguna.

Mér hefur annars lengi fundist vanta almenna fræðslu um efnahagsmál í grunn- og framhaldsnámi heima. Mér finnst það lítið vit að ég fékk stúdentspróf án þess að hafa hugmynd um hvað verðbólga eða hlutabréfavísitölur eru. Ég kunni þó að beygja franskar sagnir í fimm tíðum, þótti víst nægjanlegt.

Veðurfræðingur um loftslagsbreytingar

Bloggsíða Einars Sveinbjarnarsonar veðurfræðings, Veðurvaktin, er oft með fróðleg innlegg um loftslagsbreytingar. Mæli með henni fyrir þá sem hafa áhuga á málinu.

Held að hann sé ekki í einhverju gróðabraski með kolefniskvóta í samkrulli við Gore, en það er aldrei að vita. Samsærin leynast víða.

Verra á ensku

Einhvern veginn er verra að lesa um ástandið á Íslandi á ensku, veit ekki hvað veldur. Þessi grein Þorvaldar Gylfa er góð úttekt á stöðunni heima í hagkerfinu, sett í sögulegt samhengi.

Moreover, the banks were sold not to foreign banks like in Eastern Europe – Estonia, for example – but to individuals closely linked to the political parties in power. One beneficiary of the banks’ privatisation – a politician whose private-sector experience consisted of running two small knitwear factories in the 1970s, a few months each – became an instant billionaire. Another flew in Elton John for a birthday celebration. I could go on, but you get my drift: Iceland became Russia. A former prime minister 1991-2004, demoted after an election loss to foreign minister 2004-5, unilaterally announced his retirement from politics as well as his appointment, with immediate effect, as governor of the Central Bank in 2005; his salary was quickly lifted above that of the President of the Republic. The banks and the borrowing public got the message: The sky is the limit.

Staksteinar blogga

Þetta finnst mér fyndið.

Bænaganga

Varðandi þessa furðulegu semi-fasísku bænagöngu sem haldin var síðustu helgi á Klakanum langar mig að benda á Gambrann, Hnakkus og Matta þar sem einnig má finna myndir. Einnig er áhugavert að skoða þetta blogg hjá Margréti Hafsteinsdóttir þar sem nú eru yfir 250 athugasemdir. Ég hef engu við þetta að bæta.

Það er vægast sagt grátlegt að ákveðnir guðfræðinemar skuli sjá þetta sem merki þess að Ísland sé helgað Jesú Kristi um aldir alda, amen. En hugarlendur þess trúaða eru ávallt mikill frumskógur sem erfitt er að rata um.

Sorglegt að íslensk trúfélög virðast hafa loksins fundið sinn sameiningargrundvöll, hommahatur.