Archive for the ‘Afríka’ Category
Ferðasaga frá Afríku, fjórði hluti
Þetta skal verða síðasti hlutinn, hefur gengið eitthvað hægt að koma þessu frá mér.
Ferðasaga frá Afríku, þriðji hluti
Framhaldssagan heldur áfram. Síðari hluti ferðinnar er skýrari í minningunni vegna þess að ég er með myndirnar frá þeim hluta.
Ferðasaga frá Afríku, annar hluti
Meðan að Afríkuferðin er enn þolanlega skýr í kollinum á mér þá ætla ég að koma henni á stafrænt blað. Reyndar held ég að veikindin síðustu vikuna hafi haft einhver slæm áhrif á minnið frá þeim dögum. Ferðafélagarnir geta kannski leiðrétt þetta ef ég fer að rugla saman dögum. Það er reyndar erfitt að koma einhverju svona svakalegu eins og Austur-Afríku frá sér í nokkrum orðum en ég ætla að reyna.
Afríkumyndir
Setti inn myndir frá Tanzaníu og Zansibar á myndasíðuna. Þetta er enn allt án skýringa, ætla mér að setja þær inn við tækifæri, hvenær sem það verður.
Myndirnar frá Kenýa verða að bíða betri tíma, þær urðu eftir á tölvunni hennar Katrínar. Vonandi skila þær sér í mars.
Out of Africa
Ég er kominn aftur heim til Skövde eftir þessa miklu Afríkureisu. Er eiginlega enn að melta þetta allt saman. Segi frá þessari ferð betur síðar þegar ég hef jafnað mig.
Jambo
Hvað er hægt að segja um Kenýa? Ég veit hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja. Gresjurnar, dýralífið, gylltar strendur, mannlífið, Nairobi, menningin….. Hreinlega of mikið verk að gera þessu öllu einhver skil. Ég ætla þó að skrifa örlítið um þessa Afríkuferð mína.
Vagga mannkyns
Sigdalurinn mikli í A-Afríku og Asíu nær frá N-Sýrlandi til Mósambík, um 5000 km leið. Tilurð hans má rekja til þess að hann er á flekaskilum milli Arabíuflekans og Afríkuflekans, auk þess sem A-Afríka hefur síðustu 15 milljón árin verið að skilja sig frá Afríkuflekanum með tilheyrandi landsigi.

Á þessu svæði er einstaklega fjölskrúðugt dýralíf og mikil náttúrufegurð. Má þar finna stóra þjóðgarða þar sem boðið er uppá frábærar safariferðir. Einnig eru þarna gylltar strendur við Indlandshafið, paradísareyjar á borð við Zanzibar og ég veit ekki hvað og hvað.
Afhverju er ég að segja frá þessu? Hef ég fengið vinnu sem sölumaður hjá Úrval-Útsýn? Nei, ég er nefnilega sjálfur á leiðinni til Kenýa og Tanzaníu núna 30. desember þar sem ég ætla að heimsækja hana Katrínu. Orðið á götunni segir mér líka að Freydís og fylgdarsveinn ætla líka að vera þarna á svipuðum tíma þannig að þetta á örugglega eftir að verða góð ferð.
Ákveðnir útivistarnöttarar vilja klífa Kilimanjaro en ég held að vænna sé fyrir mig að liggja á ströndinni, frekar en að eyða fríinu í eitthvað óþarfa príl.
Mig hefur alltaf langað að fara til Afríku síðan ég var lítill patti og núna hef ég loksins fengið tækifæri á því að heimsækja þessa stóru og fjölbreyttu heimsálfu. Ég er strax byrjaður að hlakka til og miðar hafa þegar verið pantaðir, Gautaborg-London-Amsterdam-Nairobi. Nú er bara að láta dæla í sig einhverjum bóluefnum og fá vegabréfsáritanir.
Þetta verða sérstök áramót.