Archive for mars, 2015

Engar áhyggjur

Kannski var síðasta færsla full dramatísk, ég var orðinn frekar áhyggjufullur þegar ég skrifaði eitthvað hér síðast. Við erum að mestu komin út úr öllum vandræðum og er bara bjart framundan.

Er dálítið leiðinlegt að hér skuli hafa orðið messufall því það sem ég met mest við bloggið eru minningarnar sem það geymir. Ég ætla að reyna að halda þessu við svo ég geti átt mína dagbók hér.

Núna er komið páskafrí hjá drengjunum. Líklega munum við fara á ströndina með vinafólki. Leiðin liggur til Acapulco sem er vinsæll áfangastaður fyrir þá sem búa í Mexíkóborg þar sem hægt er að keyra þangað á um fimm klukkustundum.

Líklega er hægt að finna enn betri sólarstrendur en þar sem fjarlægðir eru miklar í þessu landi þá látum við Acapulco duga að sinni.