Færsla 2001

Aldrei fór það svo að ég næði ekki að blogga 2000 sinnum. Hér er helst í fréttum að við höfum flutt okkur úr íbúðinni og byggingunni þar sem ég hef búið síðan ég fluttist til Mexíkó, Anel og tengdamamma hafa verið þar síðan 1992. Nú búum við hjá frænku Anelar á meðan við bíðum eftir því að fá afhent nýja húsið.

Drengirnir þrír byrjuðu allir í skólanum á mánudaginn, þetta er mikil breyting á okkar högum þar sem við höfum verið með a.m.k. einn stubb á heimilinu alla daga síðan Ari fæddist. Verðum vonandi afkastameiri við þessar breytingar.

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.