Biðstaða

Hér gerast góðir hlutir hægt. Líklega erum við að losa okkur við íbúðarkytruna okkar á morgun, þá seinni sem við seljum á þessu ári. Getum líklega hangið þar eitthvað enn meðan skrifræðið töltir sinn gang. Nýja húsið á víst að vera tilbúið á morgun en þá tekur við matsferli og vesin í kringum veðlán. En vonandi getum við flutt sem fyrst því við erum orðin frekar þreytt á núverandi stöðu.

Í öðrum fréttum þá stendur víst til að fara í óvænta ferð til Chiapas á morgun, sjáum til hvernig það fer.

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.