Fluttur áleiðis

Við höfum nú flutt okkur um set úr íbúðinni sem hefur verið okkar heimili síðan ég fluttist til Mexíkó. Við fórum ekki langt að þessu sinni, einungis niður um tvær hæðir í aðra íbúð sem við eigum í sömu byggingu. Þetta var reyndar tannlæknastofa Anelar þegar ég kom hingað í árslok 2006. Síðar fluttist tengdamamma hingað niður og nú búum við sex í frekar smárri íbúð. Vona að við þurfum ekki að hýrast hér lengi en hver veit.

Lokað er fyrir andsvör.