Búið

Þá er 2011 á enda. Hjá mér verður þess að sjálfsögðu helst minnst fyrir það að Ían Magni fæddist þann 17. janúar. Allt hitt verður ómerkilegt í samanburði við það.

Ef nefna ætti eitthvað annað þá væri það helst nýja tannlæknastofan sem er aðeins á eftir áætlun en er gott sem tilbúin. Einnig skiptum við um bíl sem var framför fyrir okkur þrátt fyrir nokkrar óvæntar ferðir á verkstæði með gripinn.

Annars í heildina séð þá var þetta mikið framfaraár fyrir okkur.

Á nýju ári er markmiðið sett á að flytja í betra húsnæði, helst einbýlishús. Held að íbúðin sem við höfum búið í undanfarin ár verði seint talin íbúðarhæf á Fróni og við orðin leið að búa fimm í lítilli tveggja herbergja íbúð.

Sjáum til hvernig það gengur.

Gleðilegt ár!

Lokað er fyrir andsvör.