Archive for maí, 2011

Myndir úr páskafríi

Hér má sjá einhverjar myndir úr páskafríinu en það voru einungis teknir tveir dagar og keyrt til Ixtapan de la Sal sem er hér skammt frá Mexíkóborg í Estado de México. Þar eru m.a. heitar laugar en þær finnast víðar en á Íslandi.

Tags:

31

Varð 31 árs á sunnudaginn. Finnst það frekar lítilfjörlegt miðað við stórafmælið í fyrra þótt að alltaf sé gaman að eiga afmæli. Fórum öll í skemmtigarðinn Six Flags af þessu tilefni og stefnt er að því að setja inn einhverjar myndir frá því þegar tími gefst.

Annars náðum við því að skrásetja minnsta drenginn lögformlega í dag en það er sérstakt ferli sem þarf að ganga í gegnum til að fá útgefið fæðingarvottorð. Nafnið verður þó ekki gefið upp ennþá því Anel vill fyrst halda nafnaveislu þannig að lesendur verða hér að bíða enn spenntir um stund.

Tags: ,