Frí

Við hjónin kunnum ekki að taka okkur frí. Hér er aldrei stoppað, botnlaus vinna og uppbygging. Árangur, áfram ekkert stopp á þessum bæ.

Nú verður ekkert unnið fram á mánudag eftir páska. Tilfinningin er dálítið skrítin. Helst erum við að spá í að keyra til Hidalgo ríkis á morgun og skreppa þar í sund en þar munu vera heitar laugar, svona til að gera eitthvað.

Er að myndast við að mála barnaherbergið blátt fyrir Ara og Emil þessa stundina, hér er komið fram yfir miðnætti en svefn er jú einungis fyrir dugleysinga.

Höfum fest kaup á þriðja tannlæknastólnum og bisnessinn blómstrar sem aldrei fyrr. Vorið er gengið í garð hér í Mexíkó sem þýðir að hér er alltaf vel heitt, dag sem nætur.

Sá minnsti er orðinn nokkuð stór og pattaralegur og dafnar vel.

Annars er allt ágætt að frétta héðan.

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.