Mín skoðun á Icesave

Hvernig er hægt að kjósa um Icesave aftur ef ekki liggja fyrir öll gögn fyrir í málinu? Hvað er t.d. þrotabú gamla Landsbankans mikils virði? Í haust verða liðin þrjú ár síðan hann féll og enn er það ekki komið á hreint. Með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið er verið að biðja kjósendur að skrifa undir ávísun þar sem upphæðin er enn á huldu.

Annars er ég farinn að efast um gildi þjóðaratkvæðagreiðsla, amk um mál af þessum toga. Þetta er eins og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort greiða eigi skatta. Líklega ættu flestir eftir að segja nei, eða hvað?

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.