Aftur falla mínir menn út

Horfði á seinni leikinn í dag þegar Portúgal lét í minni pokann fyrir Spánverjum. Hef alltaf taugar til Portúgals því ég þekki nokkra Portúgali og finnst þeir skemmtilegri en þeir Spánverjar sem ég hef kynnst. Horfði á úrslitaleik EM 2004 á efri hæð Sólons sem var þétt setin Portúgölum. Einhverjir brustu í grát þegar að Grikkir unnu, nefni engin nöfn.

Var því nokkuð svekktur að sjá Portúgal falla út 1-0, fannst þeir eiga betra skilið. Megi Paragúvæ rassskella fyrrverandi nýlenduherrana í næsta leik.

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.