Lengi er von á einum

Ég er ekkert hættur bloggi ef aðdáendur mínir voru farnir að óttast það. Tölvan mín var send í yfirhalningu og á sama tíma dó endanlega rafhlaðan í Makka konunnar þannig að við vorum sambandslaus um hríð.

Makkinn er kominn í gagnið en hann er yfirleitt ekki hér heima við þannig að ég sit nú á netkaffihúsi og pìkka þetta inn. Bloggið má ekki sálast þótt að tölvurnar bregðist.

Annars er ekki mikið um að vera í Mexíkó. Vinn eins og skepna daginn út og inn og allar helgar. Líklega er það eins og það á að vera.

Hef aftur blogg þegar sambandið verður orðið skikkanlegra. Nenni ekki að blogga án íslensks lyklaborðs.

Tags: ,

3 andsvör við “Lengi er von á einum”

 1. Óli Gneisti

  Ég bjóst fastlega við að fyrirsögnin þýddi að þriðji sonurinn væri fæddur.

 2. Bjarki Jóhannesson

  var hér…

  Gott ad allt sé gott vinur!

 3. Lalli

  Nei, thad thridja verdur ad bída um sinn. Konan er einnig búin ad panta stelpu, madur verdur víst ad gegna thví.

  Gaman ad fá komment, thau fyrstu á thessu ári.