Archive for febrúar, 2010

Lengi er von á einum

Ég er ekkert hættur bloggi ef aðdáendur mínir voru farnir að óttast það. Tölvan mín var send í yfirhalningu og á sama tíma dó endanlega rafhlaðan í Makka konunnar þannig að við vorum sambandslaus um hríð.

Makkinn er kominn í gagnið en hann er yfirleitt ekki hér heima við þannig að ég sit nú á netkaffihúsi og pìkka þetta inn. Bloggið má ekki sálast þótt að tölvurnar bregðist.

Annars er ekki mikið um að vera í Mexíkó. Vinn eins og skepna daginn út og inn og allar helgar. Líklega er það eins og það á að vera.

Hef aftur blogg þegar sambandið verður orðið skikkanlegra. Nenni ekki að blogga án íslensks lyklaborðs.

Tags: ,