Ari þriggja ára

Þrátt fyrir að það séu næstum tvær vikur liðnar þá vil ég ekki sleppa því að minnast á afmæli Ara þann 11. janúar síðastliðinn. Drengurinn er orðinn þriggja ára og er nokkuð stoltur af þvi. Smelli inn einni mynd af kappanum svona til hátíðabrigða.

Fór vel á því að á afmælisdeginum skundaði ég niður á pósthús til að sækja jólapakkann frá Íslandi fullan af góðum gjöfum.

Annars gengur eitthvað hægt að blogga undanfarið. Ætla þó mér ekki að enda sem Facebook-vesalingur eins og hafa orðið örlög svo margra fyrrverandi bloggara.

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.