Á leið til Kanada

Nú höfum við Anel hafið mikið umsóknarferli sem miðar að því að flytja fjölskylduna til Kanada á næsta ári. Ferlið tekur um víst um ár þannig að við förum líklega þangað seint a næsta ári. Stefnum að því að búa í Toronto.

Eftir þriggja ára búsetu í Kanada fær maður víst ríkisborgararétt og heldur honum alltaf, sama hvar búið er eftir það. Með honum fylgja víst ýmis fríðindi eins og frí menntun og heilsugæsla.

Ef einhver hefur áhuga á því að flýja kreppuna og fara til Kanada þá getið þið haft samband. Við gerum þetta í samstarfi við lögfræðistofu sem sér um umsóknir frá A til Ö og þá vantar alltaf kúnna. Rétt að taka fram að barnafólk er sérstaklega velkomið til Kanada, skortir víst grislinga þar í landi.

Nú get ég líklega titlað mig vesturfara agent, var ekki löngu tímabært að endurvekja þá starfsgrein?

Tags: ,

4 andsvör við “Á leið til Kanada”

 1. Siggi

  „O Canada“ hljómar ekki alveg eins víglega einsog „íslandi 1000 ár“ en Spánn er ekki svo slaemt “ Gloria, gloria, corona de la Patria, soberana luz que es oro en tu color.“ Tú verdur undir stjórn Kanada drottingar og ég med hundgamland Kóng. Sem er líklega betra en handónýtur Forseti.

 2. Siggi

  Svo er audvita ísland ekki med neitt kjörord. Kanada: A Mari Usque ad Mare. Spánn: Plus Ultra. Kvad gaeti verid kjörord Íslendinga? „Thetta Reddast“?

 3. Lalli

  Er slagorð Spánar virkilega Plus Ultra? Hljómar eins og nafn á þvottaefni.

  „Þetta reddast“ er ágætt kjörorð fyrir Ísland, er þegar óopinbert mottó þar nyrðra.

  Ég er þegar farinn að hlakka til þess að flytja í breska samveldið og fá yfir mig drottingu.

 4. Siggi

  Plus ultra thydur „más allá “ sem er ekkert ad ganga upp á España í thessu augnabliki. Meira bara „más paro“.