Emil eins árs

Yngri sonurinn á afmæli í dag. Ár liðið síðan Emil Sær kom í heiminn hér í Mexíkó. Verður lítið um veisluhöld í dag vegna anna en við bjóðum í afmæliskaffi á sunnudaginn.

Fórum í stúdíó fyrir um tveimur vikum og fengum nokkrar fínar myndir af okkur öllum. Læt eina fylgja með af afmælisbarninu í tilefni dagsins.

Afmælisstrákurinn

Tags:

5 andsvör við “Emil eins árs”

 1. Stína

  Flottur :) Hlakka til að sjá fleiri myndir :)

 2. siggi

  Hann er med róendasvip födur síns.

 3. Halla

  Sæll Lárus og til hamingju með snáðann. Myndarsnáði eins og hann á kyn til. Er það sem mér sýnist að hann sé bláeygur??? Kv. Halla Dalsmynni

 4. Lalli

  Sæl Halla, jú hann er bláeygður eins og bróðir sinn. Annars finnst mér Emil líkjast helst afa sínum í Haukatungu, sterkur ættarsvipur í þá áttina.

 5. Stína

  Mér hefur einmitt sýnst hann vera líkur pabba, gaman að fá staðfestingu á því :)