Veikindi

Ég man þegar maður var einhleypur og veikindi voru frekar lítið mál. Maður lokaði sig af heima hjá sér og slakaði á í einhvern tíma, lét pestir og plágur líða hjá eins og lítið sé.

Með litla herramenn á heimilinu hefur þetta breyst töluvert. Anel náði sér í einhverja sýkingu í hálsi fyrir um 10 dögum af einum kúnnanum sem fljótt barst yfir til drengjanna og svo á endanum til mín. Því höfum við lítið sem ekkert sofið undanfarna viku. Maður rýkur upp nokkrum sinnum á nóttu til að huga að krílunum þrátt fyrir að maður vildi helst ekkert gera annað en að sofa í svona 20 tíma samfleytt.

Fórum til læknis i dag sem greindi hálssýkinguna og skammtaði sýklalyf fyrir drengina. Reyndar var það umhugsunarverð heimsókn, fórum án þess að eiga pantaðan tíma á opinbera heilsugæslustöð, fengum viðtal við lækni og sýklalyf án þess að borga einn pesó fyrir. Læknirinn var reyndar ekkert sértaklega viðmótsgóður en maður býst heldur ekki við miklu þegar ekkert er borgað.

Gæti trúað því að heilbrigðiskerfið hér sé á sumum sviðum fremra því sem tíðkast hjá stóra ríka nágrannanum í norðri.

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.