Innflytjandinn

Stundum held ég að innflytjendastofnunin hér í Mexíkó hafi það að markmiði sínu að gera alla umsækjendur geðveika svo hægt sé að senda þá aftur til heimalands síns. Kannski er þetta einhvers konar hefnd fyrir það hvernig Kanada og Bandaríkin eru leiðinleg við innflytjendur frá Mexíkó. Allavega finnst mér það einkennilegt af landi sem treystir svo mikið á fjármagn frá mexíkönum í öðrum löndum að gera umsækjendum sem sækja um atvinnuleyfi hér svo erfitt fyrir.

Jæja, maður tekur því eins og hverju öðru hundsbiti. Eða kannski er nær að tala um köngulóarbit í þessum heimshluta?

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.