Aftur heim

Fríið endaði með því að vera eitt af þessum þar sem að sýklalyf og verkjatöflur komu mér í gegnum síðustu dagana. En ef maður fer á fjarlægar slóðir þá verður maður að vera undirbúinn fyrir slíkt. Þeir sem fara í mesta lagi til Danmerkur í fríið lenda eflaust sjaldan í svona erfiðleikum en sögurnar mínar eru eflaust betri svona eftir á.

Chiapas er annars fallegasta ríki Mexíkó sem ég hef séð hingað til, slær jafnvel út Quintana Roo. Skrifa einhverja frásögn af þessu einhvern daginn. Set jafnvel inn myndir líka en það er orðið langt síðan að ég hef getað gefið mér tíma í slíkt.

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.