Chiapas

Við erum farin í fríið, ætlum á æskuslóðir tengdamömmu sem eru syðst í Mexíkó í ríkinu Chiapas. Förum nálægt landamærunum að Gvatemala. Chiapas er helst þekkt fyrir mikla náttúrufegurð, fátækt og fyrir að vera heimkynni Zapatista uppreisnarhreyfingarinnar. Við erum að fara í útskriftarpartí hjá einum frænda Anelar. Öll systkini tengdamömmu mæta á svæðið en þau eru víst ellefu talsins, þar af þekki ég níu nú þegar. Þau voru tólf en ein systirin lést fyrir um 20 árum.

Verð því líklega netlaus fram á næstu helgi. Förum eftir fjóra tíma í rútuna, áætlaður ferðatími er 16 klukkustundir.(!) Það verður athyglisverð lífsreynsla. Held að fyrra met mitt séu 12 tímar, sett í Kenýa fyrir þremur árum. Vegirnir hér eru sem betur fer betri þannig að ég er enn rólegur yfir þessu.

Mér skilst að það sé mjög heitt þarna syðra, hitabeltisloftslag og regnskógar. Mér líst vel á þetta, get ekki sagt annað.

Tags: , ,

Eitt andsvar við “Chiapas”

  1. Jon Armann

    Hola el islandés!!!. Hace calor donde estas ahora- verdad??. En Islandia hay pobres miles y miles, pero qiza más en su zona ahora. Pero la halli nunca ha sido facil y siga asi. Sin embargo esporo que todo vaya mui bien y buenso noticias dedes Mejico.Saludos a todos.