Ísbjörg

Nú er mikið skrifað um Icesave samningana heima sem væri nú betri íslenska að nefna Ísbjörg. Ég hef hreinlega ekki tíma til að fara yfir öll þessi skrif en hallast helst að því þessa dagana að íslensk stjórnvöld hafi rétt fyrir sér. Hef þó lítið vit á svona fjármálagjörningum eins og fyrri daginn.

Sé það líka að helstu andstæðingar þessa samninga snúa umræðunni oft upp í persónuárásir á fjármálaráðherra og ríkisstjórnina. Tala um landráðamenn og ég veit ekki hvað. Yfirleitt er það ágætur mælikvarði á ómerkinga, þegar landráðastimpillinn er notaður er yfirleitt ekkert að marka þá sem honum beita.

Tags: , ,

4 andsvör við “Ísbjörg”

 1. Gulli

  Fyrirgefðu Lalli en ég ætla að minna þig og aðra á hvaðan „landráðastimpillinn“ er kominn og um hverja hann hefur verið notaður óspart frá því í október síðastliðnum. Hér er t.d. blogg Einars Más Guðmundssonar rithöfunds frá því 26. október 2008: http://einarmar.bloggar.is/blogg/405006/Skilabod_numer_sex

  Fjölmargir stuðningsmenn vinstri flokkanna, þar á meðal búsáhaldarbyltingafólk, hefur notað þetta óspart um bæði sjálfstæðismenn og „útrásarvíkingana“ frá því í október – þýðir það að allur málarekstur stuðningsmanna VG og Samfylkingarinnar er ómark með öllu?

 2. Lalli

  Ég segi einungis að þeir sem nota orðið landráð eru komnir út úr kortinu. Svona svipað og þeir sem kalla alla þá sem eru þeim ósammála fasista. Orðið hefur þá algjörlega tapað sinni upprunalegu merkingu.

  Kannski er þetta þróun tungumálsins, hver veit.

 3. Gulli

  Hmm, þetta var nú svolítið harðari texti en efni voru til hjá mér, sennilega vegna þess að ég var nýbúinn að lesa annað blogg um sama efni. En þetta orð, „landráðamaður“ er gjörsamlega að útvatnast eins og annað gríðarlega ofnotað orð, „rasisti“. Held að fáir séu eftir sem hreinlega skilja raunverulega merkingu þessara orða.

 4. Lalli

  Jamm, þeir sem bera ábyrgð á Hruninu heima eru skúrkar og dusilmenni. En þeir eru ekki landráðamenn eða föðurlandssvikarar, það er annað hugtak. Leiðinlegt þegar fólk notar orð ónákvæmlega, sérstaklega svona gildishlaðin hugtök.