Hvaða svikamylla var í gangi í síðari heimsstyrjöld?

Mest lesna fréttin á Vísi.is er þessi hér sem hefst á svohljóðandi orðum:

Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld – jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag.

Kannski er þetta kjánaleg spurning en hvaða svikamylla var í gangi í síðari heimsstyrjöld? Teljast Hitler og co ein slík?

Tags: , , ,

4 andsvör við “Hvaða svikamylla var í gangi í síðari heimsstyrjöld?”

 1. Guðrún Helga

  Ótrúlega er ég fegin að komast að því að ég er ekki sú eina sem vissi ekki til hvaða svikamyllu í stríðinu var verið að vísa. Þetta er sett fram eins og hvert mannsbarn eigi að vita þetta.

 2. Gulli

  Síðari heimsstyrjöldin er blekking, hún fór fram í Hollywood!

 3. Ásgeir H

  Þýska útrásin maður, já og þýska efnahagsundrið, var ekki allt á blússandi siglingu hjá Adolf áður en hann missti sig í að hertaka nágrannaríkin og myrða gyðinga? Ekkert svo ólíkt því íslenska nema ólíkt blóðugra og rasískara.

 4. Lalli

  Kannski er þessi danski blaðamaður nasisti sem heldur að Helförin sé uppspuni. Gæti skýrt málið.