Afmælið

Ég átti afmæli í gær. Anel bakaði pizzu af því tilefni í fyrsta sinn og einnig eplaköku með vanillusósu. Svo fórum við hjónin í bíó, það er sjaldgæfur munaður fyrir okkur nú á dögum.

Var reyndar ekkert sérstakt í bíó þegar ég renndi yfir úrvalið, er af einhverjum ástæðum lítið spenntur fyrir Wolverine þótt mér hafi fundið X-men myndirnar ágætar. Enduðum á því að fara á Una pasión secreta eða The Reader með Kate Winslet í óskarsverðlaunahlutverki. Var ágætis mynd og nokkuð fersk nálgun á vondu nasistana.

Annars átti að frumsýna Star Trek á afmælisdaginn minn en því var frestað vegna þess að H1N1 var með stæla. Hún hefði verið valin annars.

-—-

Tók annars einhver eftir því hvort að ég birtist í Mogganum? Ég sá ekkert á mbl.is. Líklega var mér sleppt þar sem ég var of rólegur í viðtalinu og spar á stóru orðin. Slíkt selur illa.

Tags: , , ,

Lokað er fyrir andsvör.