Líflaus XD síða

Mig minnir endilega að fyrir síðstu kosningar hafi allt annar bragur verið á XD.is. Þar mátti t.d. leggja fram fyrirspurnir til frambjóðenda og sjá mátti myndbönd með svörunum. Núna er þetta allt hálf dauflegt eins og staða flokksins sjálfs.

Ég vildi endilega spyrja FLokkinn hvort þeir ætluðu að beita sér fyrir endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, fjölga bankastjórunum aftur í þrjá og gera Davíð O. það kleift að sækja um aftur. Væri fróðlegt að fá svör við því.

Skemmtilegt að sjá í haus XD-síðunnar eftirfarandi slagorð: „Hefjum þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina„. Halló, við erum á árinu 2009, ekki 1969. Þessi kafli orkufreks iðnaðar er sem betur fer liðinn á Íslandi og á ekki afturkvæmt.

Annars líst mér vel á komandi kosningar, held að ég fái mér nachos í tilefni dagsins þegar kosið verður.

Tags: , ,

2 andsvör við “Líflaus XD síða”

  1. Stína

    Þetta verður gaman, spurning að vera bara villtur og fá sér Nachos OG Ostasósu til hátíðabrigða :)

  2. Lalli

    Jafnvel eplagos líka, svoleiðis er það gert í Mexíkó.