Í prófkjör í boði bankanna

Egill Helgason hittir naglann rækilega á höfuðið hér varðandi „styrki“ stórfyrirtækja handa stjórnmálamönnum í prófkjörum.

Og eins er það með prófkjörin. Frammámaður í stjórnmálaflokki sem gjörþekkir kerfið sagði mér nýlega að nánast enginn sem hefði farið í dýrt prófkjör síðustu ár hefði gert það án þess að fá væna styrki frá bönkunum. Það sé ein ástæðan fyrir því að margir stjórnmálamenn séu eins og múlbundnir þegar kemur að því að ræða málefni bankanna, velgjörðamanna sinna.

Nú fylgist ég einungis með íslensku samfélagi úr fjarlægð en mér hefur einmitt fundist einkennilegt hversu þöglir margir pólitíkusar hafa verið um bankahneykslið heima. Hér er auðvitað komin skýringin á því.

Annars hlakka ég til eins og barn til jólanna eftir næstu skoðanakönnun að heiman eftir að FLokkurinn var afhjúpaður.

Tags: , ,

4 andsvör við “Í prófkjör í boði bankanna”

 1. Elías Jón

  Ég er viss um að fylgið eykst – hann fái samúðarfylgi, svo aumkunarverður er hann.

 2. Snorri

  Það er hætt við því. Svo aumkunarverð erum VIÐ sem þjóð.

 3. Snorri

  Nærð þú að kjósa utankjörstaðar?

 4. Lalli

  Hægt er að kjósa utan kjörstaða hér hjá konsúl einum, þeir eru reyndar þrír í landinu. Hins vegar er það frekar óréttlátt kerfi þar sem ég þarf sjálfur að koma atkvæðinu til skila.

  Þyrfti að komast í það að kjósa sem fyrst en það er alltaf brjálað að gera hjá manni.