Síðasti bleyjupakkinn?

Við erum líklega komin á síðasta bleyjupakkann með hann Ara okkar. Hann er farinn að nota koppinn samviskusamlega og þótt hann sofi enn með bleyju þá eru þær þurrar að morgni. Þetta er ótrúlegur munur að hafa einungis eitt bleyjubarn á heimilinu.

Ari varð tveggja ára í janúar, ég geri mér ekki grein fyrir því hvort að hann sé snemmþroska eða seinn til í koppamálum. Allavega er bleyjupakkinn sem hann er núna á ætlaður fjögurra ára börnum þannig að við erum nokkuð sátt með árangurinn (og stærðina á drengnum). Nú þarf bara að skipta á Emil í u.þ.b. eitt og hálft ár í viðbót….. gisp.

Tags:

2 andsvör við “Síðasti bleyjupakkinn?”

  1. Dagbjört

    Til hamingju með nafnið á Emil Sæ, flott lokaútkoma ;) Ég held að Ari sé frekar snemma í að hætta með bleyju, manni er alltaf sagt að strákar séu seinni í þessu en stelpur, hvað sem er svo til í því.

  2. Lalli

    Takk fyrir það! Frétti af einni konu um daginn sem á eina fimm ára sem enn er á bleyjunni. Mamman var víst að kvarta yfir því að erfitt væri að finna nógu stórar bleyjur! Held að hún sé ekki að sjá hið raunverulega vandamál.

    Hef ekki heyrt þetta áður með að stelpurnar hætti fyrr en gæti svosem trúað því. Eru þær ekki strax meiri pjattrófur frá byrjun?